Landsbyggðin, samkenndin og tungan verði áfram grundvöllurinn 1. október 2007 14:25 MYND/Stöð 2 Landsbyggðin, samkenndin og tungumálið eru þrenning sem Íslendingar mega ekki varpa frá sér sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í þingsetningarávarpi sínu í dag. Ólafur Ragnar hóf ræðu sína á að minnast Einars Odds Kristjánssonar þingmanns sem lést í sumar. Vísaði hann í síðasta viðtalið sem tekið var við Einar Odd í Bæjarins besta þar sem Einar hefði brýnt menn til dáða. Mikilvægt væri að byggja þetta land. Þetta hefði verið hinsta kveðja hans til Íslendinga. Ólafur Ragnar benti á að tímarnir hefðu breyst á Íslandi og að Íslendingar nytu meiri gæfu en nokkru sinni fyrr. Umsvif atvinnulífsins hefðu aldrei verið meiri og að auður hefði safnast á færri hendur en við hefðum áður þekkt. Í þessari þróun væri mikilvægt að missa ekki sjónar á þeim grundvallarþáttum sem gerðu Íslendinga að því sem þeir væru. Rætur Íslendinga á landsbyggðinni Forsetinn benti á að rætur Íslendinga væru á landsbyggðinni og að lífsbarátta bænda og sjómanna hafa skapað jarðveg framfara. Benti Ólafur Ragnar á að framtíð byggðarlaga á landsbyggðinni yrði aldrei hægt að mæla út frá arðsemi. „Hér er meira en fjárhagur í húfi, öllu heldur rætur okkar." Ólafur Ragnar sagði enn fremur að sjálfsmynd þjóðarinnar byggðist á þremur stoðum, arfleifð dreifðra byggða, samkennd og tungumálinu. Það væri áríðandi að standa vörð um þessa þrenningu. Benti Ólafur Ragnar enn fremur á að líkt og landsbyggpðin glímdi við vanda minnkaði samkenndin í samfélaginu. „Hinn mikli auður sem umsvifin á erlendum vettvangi hafa skapað má ekki verða til að böndin trosni sem bundið hafa þjóðina saman. Hitt væri miklu frekar óskandi, að vaxandi auðlegð verði til að útrýma fátæktinni meðal okkar og styrkja verkefni sem gefa sem flestum ný tækifæri - og einnig að hún nýtist okkur til að veita öflugt liðsinni öðrum þjóðum sem eru í vanda, þjóðum sem nú takast á við áskoranir sem við þekkjum margar frá fyrri tíð, erfiðleika sem Íslendingar glímdu við," sagði Ólafur Ragnar. Benti hann enn fremur á að stjórnendur hinnar miklu siglingar íslensks atvinnulfís yrðu ávallt að hafa hugfast að það var þjóðin öll sem gerði þeim kleift að ýta úr vör. „Keppnisandinn, þótt gagnlegur sé, má aldrei slíta véböndin sem tengt hafa fólkið í landinu hvert við annað, gert okkur að einni þjóð. Ef ólík lífskjör spilla friði á heimavelli er hætta á að vindurinn fari fyrr en varir úr seglum íslenskra fleyja á mörkuðum heimsins," sagði Ólafur Ragnar. Engin rök til að vísa íslenskunni til hliðar Ólafur Ragnar fjallaði svo um íslenskuna og sagði: „ Engin efnisrök eru fyrir því að nú verði að víkja íslenskunni til hliðar ef háskólar og fyrirtæki eiga að ná í fremstu röð og hæpið að halda því fram að íslenskan geti ekki áfram verið jafnoki heimsmálanna í þekkingarsköpun og atvinnulífi. Þvert á móti ber að efla íslenskukennslu í skólum landsins um leið og við aukum leikni námsfólks í erlendum málum og hjálpum þeim sem hingað koma frá öðrum löndum að læra íslenskuna." Sérstakan gæfi Íslendingum gildi.„Landsbyggðin, samkenndin, móðurmálið - þrenning sönn og ein; þjóðargæfa að þessir þræðir ófust saman," sagði Ólafur Ragnar að lokum áður en hann bað þingmenn að minnast fósturjarðarinnar og rísa úr sætum. Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegar afleiðingar“ ef greiðsluþátttöku verði hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Sjá meira
Landsbyggðin, samkenndin og tungumálið eru þrenning sem Íslendingar mega ekki varpa frá sér sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í þingsetningarávarpi sínu í dag. Ólafur Ragnar hóf ræðu sína á að minnast Einars Odds Kristjánssonar þingmanns sem lést í sumar. Vísaði hann í síðasta viðtalið sem tekið var við Einar Odd í Bæjarins besta þar sem Einar hefði brýnt menn til dáða. Mikilvægt væri að byggja þetta land. Þetta hefði verið hinsta kveðja hans til Íslendinga. Ólafur Ragnar benti á að tímarnir hefðu breyst á Íslandi og að Íslendingar nytu meiri gæfu en nokkru sinni fyrr. Umsvif atvinnulífsins hefðu aldrei verið meiri og að auður hefði safnast á færri hendur en við hefðum áður þekkt. Í þessari þróun væri mikilvægt að missa ekki sjónar á þeim grundvallarþáttum sem gerðu Íslendinga að því sem þeir væru. Rætur Íslendinga á landsbyggðinni Forsetinn benti á að rætur Íslendinga væru á landsbyggðinni og að lífsbarátta bænda og sjómanna hafa skapað jarðveg framfara. Benti Ólafur Ragnar á að framtíð byggðarlaga á landsbyggðinni yrði aldrei hægt að mæla út frá arðsemi. „Hér er meira en fjárhagur í húfi, öllu heldur rætur okkar." Ólafur Ragnar sagði enn fremur að sjálfsmynd þjóðarinnar byggðist á þremur stoðum, arfleifð dreifðra byggða, samkennd og tungumálinu. Það væri áríðandi að standa vörð um þessa þrenningu. Benti Ólafur Ragnar enn fremur á að líkt og landsbyggpðin glímdi við vanda minnkaði samkenndin í samfélaginu. „Hinn mikli auður sem umsvifin á erlendum vettvangi hafa skapað má ekki verða til að böndin trosni sem bundið hafa þjóðina saman. Hitt væri miklu frekar óskandi, að vaxandi auðlegð verði til að útrýma fátæktinni meðal okkar og styrkja verkefni sem gefa sem flestum ný tækifæri - og einnig að hún nýtist okkur til að veita öflugt liðsinni öðrum þjóðum sem eru í vanda, þjóðum sem nú takast á við áskoranir sem við þekkjum margar frá fyrri tíð, erfiðleika sem Íslendingar glímdu við," sagði Ólafur Ragnar. Benti hann enn fremur á að stjórnendur hinnar miklu siglingar íslensks atvinnulfís yrðu ávallt að hafa hugfast að það var þjóðin öll sem gerði þeim kleift að ýta úr vör. „Keppnisandinn, þótt gagnlegur sé, má aldrei slíta véböndin sem tengt hafa fólkið í landinu hvert við annað, gert okkur að einni þjóð. Ef ólík lífskjör spilla friði á heimavelli er hætta á að vindurinn fari fyrr en varir úr seglum íslenskra fleyja á mörkuðum heimsins," sagði Ólafur Ragnar. Engin rök til að vísa íslenskunni til hliðar Ólafur Ragnar fjallaði svo um íslenskuna og sagði: „ Engin efnisrök eru fyrir því að nú verði að víkja íslenskunni til hliðar ef háskólar og fyrirtæki eiga að ná í fremstu röð og hæpið að halda því fram að íslenskan geti ekki áfram verið jafnoki heimsmálanna í þekkingarsköpun og atvinnulífi. Þvert á móti ber að efla íslenskukennslu í skólum landsins um leið og við aukum leikni námsfólks í erlendum málum og hjálpum þeim sem hingað koma frá öðrum löndum að læra íslenskuna." Sérstakan gæfi Íslendingum gildi.„Landsbyggðin, samkenndin, móðurmálið - þrenning sönn og ein; þjóðargæfa að þessir þræðir ófust saman," sagði Ólafur Ragnar að lokum áður en hann bað þingmenn að minnast fósturjarðarinnar og rísa úr sætum.
Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegar afleiðingar“ ef greiðsluþátttöku verði hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Sjá meira