Innlent

Tókust á við handrukkara

Til átaka kom þegar lögreglan handtók tvo meinta handrukkara á Háaleitisbraut í gærkvöldi, eftir að kvartað hafði verið undan hótunum þeirra. Vopn fundust í fórum þeirra.

Upphaflega bárust kvartanir vegna hótana þeirra gagnvart fólki í Kópavogi og og fór lögregla þá að leita þeirra. Strax og þeir náðust voru þeir grunaðir um áfengis-og fíkniefnaneyslu og þar sem þeir voru á bíl voru þeir færðir til blóðtöku. Kom þá aftur til ryskinga án þess að neinn meiddist og höfðu mennirnir líka í hótunum við lögregluna. Þá fundust tveir stórir hnífar í bíl þeirra.

Mennirnir gista fangageymslur og verða yfirheyrðir í dag. Þeir verða kærðir fyrir ofbeldi gegn lögreglu og hótanir, einnig fyrir að vera með ólögleg vopnog annar fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna.

Lögregla lagði hald á hnífana, sem bætast í ört vaxandi safn lögreglunnar yfir vopn sem lagt hefur verið hald á í afskiptum lögreglu af fólki í fíkniefnaheiminum. Ekki eru nema nokkrir dagar síðan lögregla lagði til dæmis hald á hlaupsagaða hlaðna haglabyssu og skotfæri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×