Segir starfsmannahús Impregilo ekki söluhæf Björn Gíslason skrifar 6. september 2007 16:39 MYND/Stöð 2 „Þessi hús eru óskaplega léleg og standast engan veginn íslenskar samþykktir. Það hefur verið tjaslað mikið við þau enda hafa þau bæði lekið og blásið í gengum þau," segir Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar, um starfsmannahúsin við Kárahnjúka sem Impregilo hyggst selja á almennum markaði. Talsmaður Impregilo undrast málatilbúnað Samiðnar. Miðstjórn Samiðnar sendi í dag frá sér ályktun þar sem félagið lýsir furðu og vonbrigðum með að búðirnar séu settar á sölu á almennum markaði. Þorbjörn bendir á að vegna þess að húsin hafi verið sett upp á virkjanasvæði hafi byggingaryfirvöld ekki þurft að taka þau út en mikil vandræði hafi fylgt húsunum. Telur hann afar ólíklegt að húsin yrðu samþykkt miðað við ástand og gæði húsanna. Þorbjörn segir að Samiðn hafi staðið í deilum við Impregilo þegar húsin hafi verið sett upp enda hafi húsin ekki verið hönnuð fyrir íslenskar aðstæður. „Það snjóaði inn í þau og þegar hélaði lak þakið niður í vistaverur starfsmanna. Svo er einangrunin í húsunum mjög lítil," segir Þorbjörn en bendir á að reynt hafi verið að þétta þau og tvöfalda þakið þannig að þau hafi haldið síðustu tvö ár. Verið að gabba fólk Þorbjörn telur að með sölunni sé verið að gabba fólk. „Við viljum vekja athygli fólks á þessu því það þarf sjálft að sækja húsin upp á öræfi. Það Það er slæmt ef það kaupir hús sem það fær svo aldrei samþykkt hjá bygginaryfirvöldum," segir Þorbjörn og telur húsin hvorki hæfa sem vinnubúðir né sumarhús. Miðstjórn Samiðnar beinir í ályktun sinni því til Landsvirkjunar og byggingaryfirvalda að tryggja að húsin verði fjarlægð og flutt úr landi. Þorbjörn segir að annaðhvort verði að gera það eða eyðileggja húsin. Þá segir hann aðspurður að Impregilo sé að hluta til að koma sér hjá því að hreinsa svæðið en mikilvægt sé að tryggt verði að fyrirtækið gangi vel frá sínum málum. Ályktanir um samþykki hleypidómar eða ósvífin aðgerð Ómar R. Valdimarsson, talsmaður Impregilo, vísaði í samtali við fréttastofu á blogg sitt þar sem hann svarar ásökunum Samiðnar. Þar sakar hann Samiðn um einkennilegan málatilbúnað. „Við undirbúning á sölu þessara starfsmannabúða hefur Impregilo tekið eftirfarandi fram: -Vilji fólk kaupa einstaka skála ber að kanna hjá byggingafulltrúa og heilbrigðisyfirvöldum viðkomandi sveitarfélags, hvort leyfi fáist fyrir notkun búðanna. -Kaupendur verða að uppfylla viss skilyrði og öll íslensk lög, þegar það kemur að því að taka niður búðirnar," segir Ómar. Ómar segir enn fremur að með því að beina því til ýmissa aðila að tryggja að Impregilo gangi frá þeim svæðum þar sem starfsmannabúðirnar hafa verið starfræktar eins og samningar geri ráð fyrir sé miðstjórn Samiðnar að gefa í skyn að fyrirtækið hyggist ekki gera það. Þá segir hann ályktanir Samiðnar um möguleg og ómöguleg samþykki yfirvalda fyrir húsunum í besta falli hleypidómar og í versta falli óskiljanleg og ósvífin aðgerð til þess að bregða fæti fyrir Impregilo. Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira
„Þessi hús eru óskaplega léleg og standast engan veginn íslenskar samþykktir. Það hefur verið tjaslað mikið við þau enda hafa þau bæði lekið og blásið í gengum þau," segir Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar, um starfsmannahúsin við Kárahnjúka sem Impregilo hyggst selja á almennum markaði. Talsmaður Impregilo undrast málatilbúnað Samiðnar. Miðstjórn Samiðnar sendi í dag frá sér ályktun þar sem félagið lýsir furðu og vonbrigðum með að búðirnar séu settar á sölu á almennum markaði. Þorbjörn bendir á að vegna þess að húsin hafi verið sett upp á virkjanasvæði hafi byggingaryfirvöld ekki þurft að taka þau út en mikil vandræði hafi fylgt húsunum. Telur hann afar ólíklegt að húsin yrðu samþykkt miðað við ástand og gæði húsanna. Þorbjörn segir að Samiðn hafi staðið í deilum við Impregilo þegar húsin hafi verið sett upp enda hafi húsin ekki verið hönnuð fyrir íslenskar aðstæður. „Það snjóaði inn í þau og þegar hélaði lak þakið niður í vistaverur starfsmanna. Svo er einangrunin í húsunum mjög lítil," segir Þorbjörn en bendir á að reynt hafi verið að þétta þau og tvöfalda þakið þannig að þau hafi haldið síðustu tvö ár. Verið að gabba fólk Þorbjörn telur að með sölunni sé verið að gabba fólk. „Við viljum vekja athygli fólks á þessu því það þarf sjálft að sækja húsin upp á öræfi. Það Það er slæmt ef það kaupir hús sem það fær svo aldrei samþykkt hjá bygginaryfirvöldum," segir Þorbjörn og telur húsin hvorki hæfa sem vinnubúðir né sumarhús. Miðstjórn Samiðnar beinir í ályktun sinni því til Landsvirkjunar og byggingaryfirvalda að tryggja að húsin verði fjarlægð og flutt úr landi. Þorbjörn segir að annaðhvort verði að gera það eða eyðileggja húsin. Þá segir hann aðspurður að Impregilo sé að hluta til að koma sér hjá því að hreinsa svæðið en mikilvægt sé að tryggt verði að fyrirtækið gangi vel frá sínum málum. Ályktanir um samþykki hleypidómar eða ósvífin aðgerð Ómar R. Valdimarsson, talsmaður Impregilo, vísaði í samtali við fréttastofu á blogg sitt þar sem hann svarar ásökunum Samiðnar. Þar sakar hann Samiðn um einkennilegan málatilbúnað. „Við undirbúning á sölu þessara starfsmannabúða hefur Impregilo tekið eftirfarandi fram: -Vilji fólk kaupa einstaka skála ber að kanna hjá byggingafulltrúa og heilbrigðisyfirvöldum viðkomandi sveitarfélags, hvort leyfi fáist fyrir notkun búðanna. -Kaupendur verða að uppfylla viss skilyrði og öll íslensk lög, þegar það kemur að því að taka niður búðirnar," segir Ómar. Ómar segir enn fremur að með því að beina því til ýmissa aðila að tryggja að Impregilo gangi frá þeim svæðum þar sem starfsmannabúðirnar hafa verið starfræktar eins og samningar geri ráð fyrir sé miðstjórn Samiðnar að gefa í skyn að fyrirtækið hyggist ekki gera það. Þá segir hann ályktanir Samiðnar um möguleg og ómöguleg samþykki yfirvalda fyrir húsunum í besta falli hleypidómar og í versta falli óskiljanleg og ósvífin aðgerð til þess að bregða fæti fyrir Impregilo.
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira