Enski boltinn

Velgengni Arsenal kemur Fabregas ekki á óvart

Elvar Geir Magnússon skrifar
Fabregas hefur verið einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar það sem af er.
Fabregas hefur verið einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar það sem af er.

Cesc Fabregas, miðjumaður Arsenal, segir að gott gengi liðsins á leiktíðinni komi sér ekkert á óvart.

Fyrir leiktíðina voru fáir sem töldu að liðið ætti raunhæfa möguleika á Englandsmeistaratitlinum eftir að hafa selt Thierry Henry.

Arsenal hefur hinsvegar aðeins tapað einum deildarleik á tímabilinu og er með eins stigs forystu í deildinni á Englandsmeistara Manchester United. Fabregas á stóran þátt í góðu gengi Arsenal.

„Þetta er mitt fimmta tímabil og margir þessara leikmanna hafa spilað saman lengi. Gott gengi okkar kemur mér alls ekki á óvart. Ég vissi alveg hvað þetta lið gæti. Þetta er bara spurning um þolinmæði," sagði Fabregas.

„Ég tel mig sjálfan gegna meiri ábyrgð en áður eftir að Henry fór. Þegar fólk hugsar um Arsenal fyrir einu til tveimur árum þá dettur því bara Henry í hug. Það er eins og aðrir leikmenn hafi ekki verið til. Núna fengu leikmenn tækifæri að sýna hverjir þeir eru."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×