Innlent

Flutningaskipið Axel er stórskemmt

Axel á strandstað
Axel á strandstað MYND/Horn.is

Flutningaskipið Axel, sem strandaði við Höfn í Hornafirði í síðustu viku, er stórskemmt og óvíst hvort hægt verður að gera við það hér á landi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Höggið sem skipið varð fyrir var svo mikið að það tókst á loft. Talið er að tjónið nemi tugum milljóna króna, en útgerðarfélagið sem gerir skipið út leitar nú tilboða í viðgerðir. Skýrslutökum yfir áhöfn skipsins átti að ljúka í dag en óvíst er hvenær sjópróf fara fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×