Innlent

Æðstu menn í FL Group funda í höfuðstöðvum Baugs

Hannes Smárason, Þorsteinn Jónsson og Skarphéðinn Berg Steinarsson.
Hannes Smárason, Þorsteinn Jónsson og Skarphéðinn Berg Steinarsson.

Á þessari stundu funda allir æðstu menn FL Group í höfuðstöðvum Baugs á Túngötu. Þar eru saman komnir, til að mynda stjórnarformaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarmennirnir Þorsteinn Jónsson og Magnús Ármann, Hannes Smárason, núverandi forstjóri, Jón Sigurðsson, núverandi aðstoðarforstjóri og verðandi forstjóri, Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs, og Skarphéðinn Berg Steinarsson. Búast má við að fundað verði fram eftir kvöldi, en heimildir Vísis herma að framtíð FL Group verði ljós í kvöld eða strax í fyrramálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×