Innlent

Skilorðsbundið fangelsi fyrir að slá konu með barefli

Frá Egilisstöðum.
Frá Egilisstöðum.

Héraðsdómur Austurlands dæmdi í dag karlmann í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa slegið konu í þrígang í með barefli í handleggina þannig að hún hlaut bólgur og eymsli.

Atvikið átti sér stað fyrir utan fjölbýlishús á Egilsstöðum skömmu fyrir áramót í fyrra. Maðurinn játaði brot sitt og var tekið tillit til þess en jafnframt að afleiðingar árásarinnar voru ekki alvarlegar og því að hann varð fyrir talsverðu áreiti, meðal annars af hendi konunnar, fyrir utan fjölbýlishúsið.

Á hinn bóginn var litið til þess að maðurinn hafði áður gerst sekur um ofbeldisbrot. Þá var maðurinn dæmdur til að greiða konunni nærri 70 þúsund krónur í skaðabætur vegna árásarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×