Innlent

Styrkir til talþjálfunar í stað samnings við talmeinafræðinga

MYND/GVA

Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra sem hefur ákveðið að þeir sem leita til talmeinafræðinga sem ekki eru með samning við ríkið um niðurgreiðslu fái styrk sem Tryggingastofnun ríkisins greiðir út.

Þetta er gert í framhaldi af því að allir sjálfstætt starfandi talmeinafræðingar á höfuðborgarsvæðinu, að einum undanskildum, sögðu sig frá samningi við TR vegna óánægju með samskipti við stofnunina. Styrkirnir gilda fyrir meðferð sem veitt hefur verið frá 12. nóvember eftir því sem segir á vef heilbrigðisráðuneytisins.

Þetta þýðir að Tryggingastofnun greiðir sjúkratryggðum einstaklingum styrki í stað þess að stofnunin greiði talmeinafræðingum beint. Einstaklingar þurfa því að greiða talmeinafræðingum það verð sem þeir setja einhliða upp fyrir þjónustu sína og fá í framhaldinu greiddan styrk fyrir hluta kostnaðarins frá Tryggingastofnun.

Skilyrði fyrir styrk er meðal annars að talmeinafræðingur hafi starfsleyfi, starfi sjálfstætt og fullnægi kröfum sem gerðar eru til þeirra sem veita heilbrigðisþjónustu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×