Ferskleiki í Astrópíu 10. júlí 2007 02:15 Hljómsveitin er ein hinna ungu og fersku sem verða með lög í myndinni Astrópíu. Geisladiskurinn með lögunum úr myndinni Astrópíu er allur að smella saman og ljóst er að þar verður á ferðinni einvalalið úr röðum ungra og efnilegra tónlistarmanna. Þarna eru til dæmis tónlistarmenn og hljómsveitir eins og FM Belfast, Sprengjuhöllin, Motion Boys, Ultra Mega Technobandið Stefán, Lay Low, Wulfgang, Kaja og fleiri. „Við óskuðum eftir lögum í Fréttablaðinu og fengum um það bil hundrað lög send. Við höfum svo verið að fara í gegnum þann banka og velja úr en einnig sóttumst við eftir lögum sumra hljómsveitanna," segir Júlíus Kemp, einn framleiðenda myndarinnar. Auk hinna fersku og ungu flytjenda munu nokkrir gamlir og góðir vera með lög í myndinni. Þar má nefna Birgittu Haukdal, Stefán Hilmarsson, Helga Björns, Sverri Bergmann og fleiri. „Auk laganna verður líka alvöru kvikmyndatónlist í myndinni sem Þorvaldur Bjarni gerir. Við fengum Sinfóníuhljómsveit Búlgaríu til að spila skorið svo þetta lofar allt mjög góðu." Geisladiskurinn með lögunum úr myndinni kemur í búðir 22. júlí en myndin verður svo frumsýnd mánuði síðar. Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Geisladiskurinn með lögunum úr myndinni Astrópíu er allur að smella saman og ljóst er að þar verður á ferðinni einvalalið úr röðum ungra og efnilegra tónlistarmanna. Þarna eru til dæmis tónlistarmenn og hljómsveitir eins og FM Belfast, Sprengjuhöllin, Motion Boys, Ultra Mega Technobandið Stefán, Lay Low, Wulfgang, Kaja og fleiri. „Við óskuðum eftir lögum í Fréttablaðinu og fengum um það bil hundrað lög send. Við höfum svo verið að fara í gegnum þann banka og velja úr en einnig sóttumst við eftir lögum sumra hljómsveitanna," segir Júlíus Kemp, einn framleiðenda myndarinnar. Auk hinna fersku og ungu flytjenda munu nokkrir gamlir og góðir vera með lög í myndinni. Þar má nefna Birgittu Haukdal, Stefán Hilmarsson, Helga Björns, Sverri Bergmann og fleiri. „Auk laganna verður líka alvöru kvikmyndatónlist í myndinni sem Þorvaldur Bjarni gerir. Við fengum Sinfóníuhljómsveit Búlgaríu til að spila skorið svo þetta lofar allt mjög góðu." Geisladiskurinn með lögunum úr myndinni kemur í búðir 22. júlí en myndin verður svo frumsýnd mánuði síðar.
Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira