Ljósanæturlagið umdeilt í Reykjanesbæ 29. ágúst 2007 07:30 Jóhann Helgason segir að menn séu óþarflega viðkvæmir fyrir Ljósanæturlaginu þótt hann segist skilja gagnrýnina á vissan hátt. Lag Ljósanætur í ár er umdeilt í Reykjanesbæ ef marka má vefinn mannlif.is. Lagið, sem heitir Ó, Keflavík og er eftir Jóhann Helgason þykir hefja Keflavík upp til skýjanna og gagnrýnt er að sveitarfélögin sem mynda Reykjanesbæ ásamt Bítlabænum komi hvergi við sögu. Á vefnum segir ennfremur: „Hljómsveitin sem flytur lagið er svo fullskipuð Keflvíkingum en Rúnar Júlíusson flytur lagið ásamt Jóhanni. Samkvæmt Ólafi Thordersen, bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ, hafa SMS-skeyti gengið í hópsendingum á milli fólks í Njarðvík þar sem Njarðvíkingar eru hvattir til að standa saman á Ljósanótt. Sumir hafa jafnvel hótað því að mæta ekki á Ljósanótt vegna gróflegrar mismununar á bæjarfélögum.“ Jóhann segir að sér finnist þetta óþarfa viðkvæmni. „Ég gef persónulega lítið út á þetta þótt ég skilji gagnrýnina á vissan hátt. Menn verða að taka þessu með víðsýni. Ég þekki ekki Reykjanesbæ enda er ég fæddur og uppalinn í Keflavík. Þetta lag er samið frá hjartanu og útkoman er svona.“ Hann viðurkennir þó að Ljósanæturnefndin hafi velt þessu fyrir sér. „Ég var í sjálfu sér opinn fyrir því að gera annað lag og þetta stóð aðeins í mönnum. En þeir ákváðu að þetta væri í lagi svona. Ég hefði getað samið um einhverja sjoppuna í Keflavík eða Stapann. Ljósanóttin verður nú vonandi haldin í einhverja áratugi í viðbót. Það kæmi mér ekki á óvart þótt Njarðvíkingar á borð við Magga Sigmunds og Jóa G. myndu semja óð til Njarðvíkur á næsta ári.“ Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Lag Ljósanætur í ár er umdeilt í Reykjanesbæ ef marka má vefinn mannlif.is. Lagið, sem heitir Ó, Keflavík og er eftir Jóhann Helgason þykir hefja Keflavík upp til skýjanna og gagnrýnt er að sveitarfélögin sem mynda Reykjanesbæ ásamt Bítlabænum komi hvergi við sögu. Á vefnum segir ennfremur: „Hljómsveitin sem flytur lagið er svo fullskipuð Keflvíkingum en Rúnar Júlíusson flytur lagið ásamt Jóhanni. Samkvæmt Ólafi Thordersen, bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ, hafa SMS-skeyti gengið í hópsendingum á milli fólks í Njarðvík þar sem Njarðvíkingar eru hvattir til að standa saman á Ljósanótt. Sumir hafa jafnvel hótað því að mæta ekki á Ljósanótt vegna gróflegrar mismununar á bæjarfélögum.“ Jóhann segir að sér finnist þetta óþarfa viðkvæmni. „Ég gef persónulega lítið út á þetta þótt ég skilji gagnrýnina á vissan hátt. Menn verða að taka þessu með víðsýni. Ég þekki ekki Reykjanesbæ enda er ég fæddur og uppalinn í Keflavík. Þetta lag er samið frá hjartanu og útkoman er svona.“ Hann viðurkennir þó að Ljósanæturnefndin hafi velt þessu fyrir sér. „Ég var í sjálfu sér opinn fyrir því að gera annað lag og þetta stóð aðeins í mönnum. En þeir ákváðu að þetta væri í lagi svona. Ég hefði getað samið um einhverja sjoppuna í Keflavík eða Stapann. Ljósanóttin verður nú vonandi haldin í einhverja áratugi í viðbót. Það kæmi mér ekki á óvart þótt Njarðvíkingar á borð við Magga Sigmunds og Jóa G. myndu semja óð til Njarðvíkur á næsta ári.“
Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira