Benni og Lekman í hljóðver 29. ágúst 2007 07:00 Jens Lekman á tónleikunum í Norræna húsinu síðastliðið föstudagskvöld. Hrönn Tónlistarmennirnir Benedikt Hermann Hermannsson og hinn sænski Jens Lekman fóru í hljóðver um síðustu helgi og tóku upp nokkur lög saman. Ekki hefur verið ákveðið hvenær lögin koma út. Benedikt segir að það hafi verið frábært að vinna með Lekman. „Hann er mjög indæll náungi og skemmtilegur,“ segir Benni, sem starfaði fyrst með Lekman á síðustu Airwaves-hátíð. „Hann var beðinn um að spila á Airwaves og á leiðinni hingað sendi hann mér „email“ og spurði hvort ég og nokkrir aðrir værum til í að spila með honum í einu lagi. Í þeirri ferð tókum við upp eitt lag saman sem var gefið út á sjö tommu,“ segir hann. Lekman hélt tónleika í Norræna húsinu síðastliðið föstudagskvöld. Mætti hann með bassaleikara og trommara með sér en auk þess spilaði Benni með honum næstum alla tónleikana ásamt fjórum blásurum. Á dagskránni voru meðal annars tvö lög eftir Benna þar sem Lekman var gestasöngvari; Aldrei og I Can Love You In A Wheelchair Baby. Einnig söng Benni með Lekman á sænsku. „Ég skuldaði honum. Hann er búinn að syngja með mér á íslensku,“ segir Benni og bætir því við að það hafi gengið merkilega vel að læra sænskuna. Framundan hjá Benna Hemm Hemm er tónleikaferð um Norðurlönd sem verður farin í lok október eða byrjun nóvember. Engin plata er fyrirhuguð með hljómsveitinni fyrir næstu jól en síðustu tvær plötur hennar hafa fengið mjög góðar viðtökur. Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Tónlistarmennirnir Benedikt Hermann Hermannsson og hinn sænski Jens Lekman fóru í hljóðver um síðustu helgi og tóku upp nokkur lög saman. Ekki hefur verið ákveðið hvenær lögin koma út. Benedikt segir að það hafi verið frábært að vinna með Lekman. „Hann er mjög indæll náungi og skemmtilegur,“ segir Benni, sem starfaði fyrst með Lekman á síðustu Airwaves-hátíð. „Hann var beðinn um að spila á Airwaves og á leiðinni hingað sendi hann mér „email“ og spurði hvort ég og nokkrir aðrir værum til í að spila með honum í einu lagi. Í þeirri ferð tókum við upp eitt lag saman sem var gefið út á sjö tommu,“ segir hann. Lekman hélt tónleika í Norræna húsinu síðastliðið föstudagskvöld. Mætti hann með bassaleikara og trommara með sér en auk þess spilaði Benni með honum næstum alla tónleikana ásamt fjórum blásurum. Á dagskránni voru meðal annars tvö lög eftir Benna þar sem Lekman var gestasöngvari; Aldrei og I Can Love You In A Wheelchair Baby. Einnig söng Benni með Lekman á sænsku. „Ég skuldaði honum. Hann er búinn að syngja með mér á íslensku,“ segir Benni og bætir því við að það hafi gengið merkilega vel að læra sænskuna. Framundan hjá Benna Hemm Hemm er tónleikaferð um Norðurlönd sem verður farin í lok október eða byrjun nóvember. Engin plata er fyrirhuguð með hljómsveitinni fyrir næstu jól en síðustu tvær plötur hennar hafa fengið mjög góðar viðtökur.
Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög