Innlent

Hjáleið opnuð vegna umferðarslyss

Alvarlegt umferðarslys varð við Litlu-Kaffistofuna skömmu fyrir klukkan tvö þar sem fólksbíll og vöruflutningabíll rákust saman.

Lögregla frá bæði Selfossi og Reykjavík eru á vettvangi ásamt sjúkrabíl en ekki liggja fyrir upplýsingar um hversu margir hafi slasast og hversu illa slasaðir þeir eru. Lögregla hefur lokað Suðurlandsvegi vegna slyssins en búið er að opna hjáleið við Bolöldu þar sem gamli Suðurlandsvegurinn liggur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×