Innlent

Á að finna einfaldara og gagnsærra fyrirkomulag

Pétur Blöndal fer fyrir nefndinni sem á reyna að finna einfalt og gegnsætt niðurgreiðslu- og afsláttarkerfi í heilbrigðiskerfinu.
Pétur Blöndal fer fyrir nefndinni sem á reyna að finna einfalt og gegnsætt niðurgreiðslu- og afsláttarkerfi í heilbrigðiskerfinu. MYND/GVA

Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra hefur lokið við að skipa nefnd sem á að kanna með hvaða hætti hægt er að koma á einu niðurgreiðslu- og afsláttarkerfi í heilbrigðiskerfinu.

Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu á að reyna að fella allan læknis-, lyfja-, rannsóknar-, sjúkraþjálfunar- og annan heilbrigðiskostnað undir eitt kerfi þannig að kostnaður almennings verði takmarkaður, hvort sem kostnaðurinn fellur til utan eða innan heilbrigðisstofnana.

Eins og fram hefur komið í fréttum verður Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, formaður nefndarinnar en að henni koma þingmenn og fulltrúar nokkurra ráðuneyta, landlæknis og hagsmunaaðila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×