Innlent

Óviðeigandi að hækka almenn laun

Vilhjálmur Egilsson vill aðeins hækka lægstu launin.
Vilhjálmur Egilsson vill aðeins hækka lægstu launin.

Vilhálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir samtökin telja það óviðeigandi við núverandi aðstæður á vinnumarkaðnum, þar sem mjög mikið launaskrið hefur verið, að hækka almenn laun. Nú sé verkefnið að stilla vinnumarkaðinn af. Vilhjálmur var gestur Helgu Arnardóttur í hádegisviðtalinu á Stöð 2.

„Við núverandi aðstæður, þar sem við gætum horft fram á samdrátt á vinnumarkaði, vegna aðstæðna á fjármálamarkaði, hefur ekkert upp á sig að hækka laun, sem eru þegar búin að hækka um þetta 15-20%, um einhverja smá prósentur," segir Vilhjálmur.

Vilhjálmur segir að helsta verkefnið nú sé að ná stöðugleika og halda verðbólgu í skefjum. Vilhjálmur segist vilja hækka lágmarkslaun og ná fram ákveðinni launaþróunartryggingu þannig að þeir sem hafi setið eftir í launaþróuninni fái ákveðna hækkun. „Það er kannski einhver glóra í því að hækka alla í stöðugu hagkerfi þar sem hækkanir eru til að gera nokkuð lágar. En í hagkerfi hjá okkur, þar sem launahækkanir eru út og suður og hækkanir hafa verið langt umfram það sem samið hefur verið um er ekki vitglóra í því að gera það," segir Vilhjálmur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×