Innlent

Fótbrotnuðu í vinnuslysum í gær

MYND/GVA

Tvö vinnuslys voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Rúmlega þrítugur karl fótbrotnaði við vinnu sínu í Hafnarfirði í gærmorgun þegar hann var að festa járnstöng á járngrind. Féll stöngin á manninn með fyrrgreindum afleiðingum. Þá slasaðist tvítugur piltur í Kópavogi eftir að honum skrikaði fótur þegar verið var að færa til spónarplötu. Óttast var að pilturinn hefði fótbrotnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×