Vilhjálmur prins huggar Kate 23. apríl 2007 10:00 Kate Middleton, fyrrverandi unnusta Vilhjálms Bretaprins, hefur mátt þola erfiða viku eftir að þau Vilhjálmur slitu samvistum. Stuðningur almennings hefur hjálpað henni síðustu daga. MYND/GettyImages Vilhjálmur Bretaprins og Kate Middleton, fyrrverandi kærasta hans, hafa verið í stöðugu símasambandi síðan upp úr sambandi þeirra slitnaði á dögunum. Vilhjálmur hefur huggað Kate eftir árásir í bresku pressunni. Vika er nú liðin síðan tilkynnt var um sambandsslit Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton. Breskir fjölmiðlar hafa verið undirlagðir af fréttum um þau skötuhjúin. Til að mynda hafa nokkur dagblöð birt leiðinlegan rógburð um fjölskyldu Kate og hefur það lagst þungt á hana. Af þessum sökum hefur Vilhjálmur verið í stöðugu símasambandi við fyrrverandi unnustu sína. Hann dvelst nú á herstöð í Dorset þar sem hann er í þjálfun.Vilhjálmur Bretaprins.„Þau eru enn mjög náin. Sumt af því sem sagt hefur verið um móður Kate hefur verið mjög særandi og langt yfir strikið. Vilhjálmur hefur hringt nokkrum sinnum í Kate og hún í hann. Hann segist styðja hana fullkomlega, hann er viss um að sumt af því sem skrifað hefur verið er algjör vitleysa. Skrifin hafa sært Kate og Vilhjálmur er heldur ekki sáttur,“ segir heimildarmaður The Sun innan konungsfjölskyldunnar. „Þau eru kannski hætt saman en þau hafa verið náin svo lengi að þau munu ekkert hætta að tala saman,“ segir heimildarmaðurinn enn fremur. Kate hafa borist hundruð bréfa með stuðningsyfirlýsingum frá almenningi. Vinir hennar segja að þessi stuðningur hafi hjálpað henni mikið, svo mikið að hún lét sig hafa það að skella sér út á lífið með vinkonum sínum á föstudagskvöld. „Þessi viðbrögð almennings hafa sannarlega hjálpað. Það hefði verið auðvelt fyrir hana að fara til útlanda til að losna undan álaginu en stuðningurinn sannfærði hana um að vera kyrr,“ sagði vinkona Kate Middleton. Kóngafólk Mest lesið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Vilhjálmur Bretaprins og Kate Middleton, fyrrverandi kærasta hans, hafa verið í stöðugu símasambandi síðan upp úr sambandi þeirra slitnaði á dögunum. Vilhjálmur hefur huggað Kate eftir árásir í bresku pressunni. Vika er nú liðin síðan tilkynnt var um sambandsslit Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton. Breskir fjölmiðlar hafa verið undirlagðir af fréttum um þau skötuhjúin. Til að mynda hafa nokkur dagblöð birt leiðinlegan rógburð um fjölskyldu Kate og hefur það lagst þungt á hana. Af þessum sökum hefur Vilhjálmur verið í stöðugu símasambandi við fyrrverandi unnustu sína. Hann dvelst nú á herstöð í Dorset þar sem hann er í þjálfun.Vilhjálmur Bretaprins.„Þau eru enn mjög náin. Sumt af því sem sagt hefur verið um móður Kate hefur verið mjög særandi og langt yfir strikið. Vilhjálmur hefur hringt nokkrum sinnum í Kate og hún í hann. Hann segist styðja hana fullkomlega, hann er viss um að sumt af því sem skrifað hefur verið er algjör vitleysa. Skrifin hafa sært Kate og Vilhjálmur er heldur ekki sáttur,“ segir heimildarmaður The Sun innan konungsfjölskyldunnar. „Þau eru kannski hætt saman en þau hafa verið náin svo lengi að þau munu ekkert hætta að tala saman,“ segir heimildarmaðurinn enn fremur. Kate hafa borist hundruð bréfa með stuðningsyfirlýsingum frá almenningi. Vinir hennar segja að þessi stuðningur hafi hjálpað henni mikið, svo mikið að hún lét sig hafa það að skella sér út á lífið með vinkonum sínum á föstudagskvöld. „Þessi viðbrögð almennings hafa sannarlega hjálpað. Það hefði verið auðvelt fyrir hana að fara til útlanda til að losna undan álaginu en stuðningurinn sannfærði hana um að vera kyrr,“ sagði vinkona Kate Middleton.
Kóngafólk Mest lesið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira