Innlent

Ekið á 12 ára dreng í Kópavogi

Ekið var á 12 ára dreng við Jötunsali í Kópavogi klukkan 19:22 í kvöld. Drengurinn var á hjóli og lenti framan á fólksbíl sem kom keyrandi upp götuna. Drengurinn var ekki með hjálm en til allrar lukku slasaðist hann ekki mikið. Hann var þó fluttur á brott með sjúkrabíl.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×