Bankar rukka fyrir upplýsingar um reikningsstöðu 2. október 2007 14:17 Það kostar allt að hundrað krónum að fá upplýsingar um stöðu reiknings í gegnum síma. Flestir bankar hér á landi taka gjald fyrir að veita viðskiptavinum sínum upplýsingar um stöðu á reikningi þegar hringt er í þjónustuver. Gjaldið er á bilinu 100 til 65 krónur. Glitnir, einn banka, tekur ekkert gjald fyrir viðvikið. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna leggur áherslu á að gjaldtaka bankanna í tilvikum sem þessum sé í samræmi við kostnað sem hlýst af. Viðskiptavinir BYRS og SPRON þurfa að greiða 100 krónur fyrir þessar upplýsingar. Þeir sem eru með reikning hjá Kaupþingi eru rukkaðir um 65 krónur og viðskiptavinir Landsbankans greiða 95 krónur. Glitnir tekur hins vegar ekkert gjald fyrir að veita þessar upplýsingar í gegnum síma. Sigurjón Gunnarsson hjá Landsbankanum segir að gjaldið sé fyrst og fremst hugsað til þess að auka hagræðingu innan bankans og fá fólk til þess að nýta sér aðrar leiðir við að fá upplýsingar um stöðu á reikningi sem séu hagstæðari fyrir bankann. Hann bendir á að hægt sé að hringja í sjálfvirkan þjónustusíma auk þess sem hægt sé að nálgast uplýsingarnar í heimabanka. Þá kostar ekkert að koma inn af götunni og biðja þjónustufulltrúa um upplýsingar um stöðuna. Þetta á einnig við um aðrar bankastofnanir. Jóna Ann Pétursdóttir hjá SPRON tekur í svipaðan streng og Sigurjón og segir hún að þjónustuver bankans hugsað til ráðgjafar fyrir viðskiptavini en ekki til þess að svara fyrirspurnum af þessu tagi. Þá sé einnig hægt að fá þessar upplýsingar sendar í gegnum GSM síma. Jóhannes Gunnarsson, framkvæmdastóri Neytendasamtakanna, segir að stefna bankanna hafi verið að taka gjald af þeim sem nýta sér þjónustu þeirra. Samtökin leggi hins vegar áherslu á að gjaldtakan sé í samræmi við kostnaðinn sem hlýst af þjónustunni. Honum finnst undarlegt miðað við röksemdafærslu bankanna að ekki sé þá einnig rukkað fyrir þessa þjónustu þegar viðskiptavinurinn fer í bankann í eigin persónu. „Ef þeir rukka ekki fyrir þetta í bankanum en bara í gegnum síma þá finnst manni rökin falla um sjálf sig." Jóhannes segir það liggja fyrir að bankar hafi í síauknum mæli verið að taka þjónustugjöld af viðskiptavinum sínum og séu þau mál nú til skoðunar hjá nefnd sem viðskiptaráðherra skipaði á dögunum. „Við teljum að þessi gjöld verði að vera í samræmi við það hvað þjónustan kostar bankann og við teljum að í mjög mörgum tilvikum sé það ekki þannig," segir Jóhannes Gunnarsson, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Fleiri fréttir Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Sjá meira
Flestir bankar hér á landi taka gjald fyrir að veita viðskiptavinum sínum upplýsingar um stöðu á reikningi þegar hringt er í þjónustuver. Gjaldið er á bilinu 100 til 65 krónur. Glitnir, einn banka, tekur ekkert gjald fyrir viðvikið. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna leggur áherslu á að gjaldtaka bankanna í tilvikum sem þessum sé í samræmi við kostnað sem hlýst af. Viðskiptavinir BYRS og SPRON þurfa að greiða 100 krónur fyrir þessar upplýsingar. Þeir sem eru með reikning hjá Kaupþingi eru rukkaðir um 65 krónur og viðskiptavinir Landsbankans greiða 95 krónur. Glitnir tekur hins vegar ekkert gjald fyrir að veita þessar upplýsingar í gegnum síma. Sigurjón Gunnarsson hjá Landsbankanum segir að gjaldið sé fyrst og fremst hugsað til þess að auka hagræðingu innan bankans og fá fólk til þess að nýta sér aðrar leiðir við að fá upplýsingar um stöðu á reikningi sem séu hagstæðari fyrir bankann. Hann bendir á að hægt sé að hringja í sjálfvirkan þjónustusíma auk þess sem hægt sé að nálgast uplýsingarnar í heimabanka. Þá kostar ekkert að koma inn af götunni og biðja þjónustufulltrúa um upplýsingar um stöðuna. Þetta á einnig við um aðrar bankastofnanir. Jóna Ann Pétursdóttir hjá SPRON tekur í svipaðan streng og Sigurjón og segir hún að þjónustuver bankans hugsað til ráðgjafar fyrir viðskiptavini en ekki til þess að svara fyrirspurnum af þessu tagi. Þá sé einnig hægt að fá þessar upplýsingar sendar í gegnum GSM síma. Jóhannes Gunnarsson, framkvæmdastóri Neytendasamtakanna, segir að stefna bankanna hafi verið að taka gjald af þeim sem nýta sér þjónustu þeirra. Samtökin leggi hins vegar áherslu á að gjaldtakan sé í samræmi við kostnaðinn sem hlýst af þjónustunni. Honum finnst undarlegt miðað við röksemdafærslu bankanna að ekki sé þá einnig rukkað fyrir þessa þjónustu þegar viðskiptavinurinn fer í bankann í eigin persónu. „Ef þeir rukka ekki fyrir þetta í bankanum en bara í gegnum síma þá finnst manni rökin falla um sjálf sig." Jóhannes segir það liggja fyrir að bankar hafi í síauknum mæli verið að taka þjónustugjöld af viðskiptavinum sínum og séu þau mál nú til skoðunar hjá nefnd sem viðskiptaráðherra skipaði á dögunum. „Við teljum að þessi gjöld verði að vera í samræmi við það hvað þjónustan kostar bankann og við teljum að í mjög mörgum tilvikum sé það ekki þannig," segir Jóhannes Gunnarsson, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Fleiri fréttir Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Sjá meira