Áhætta í evrulaunum 8. janúar 2007 18:30 Launþegar taka mikla áhættu með því að þiggja laun í evrum, segir aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands. Hann telur hverfandi líkur á að evran laumi sér bakdyramegin inn í íslenskt efnahagslíf. Hún verði aldrei tekin upp nema um það ríki pólitísk sátt. Ýmsir hafa tjáð sig um evruna síðustu daga eftir að fréttir bárust af því að ýmis fyrirtæki gera upp í evrum og fleiri eru að íhuga það, meðal annars Kaupþing. Þá greiðir Marel hluta af sínum launum í evrum. Æðstu menn Framsóknar virðast ekki sammála um hvort evran er í sjónmáli eður ei en aðalhagfræðingur Seðlabankans segir allt tal um rothögg orðum aukið og þeir hagfræðingar sem fréttastofa ræddi við í dag voru sammála um að verið væri að gera úlfalda úr mýflugu. "Áhrif á íslenska peningamálastefnu munu helgast nokkuð af því hvort bankarnir munu halda áfram að lána í íslenskum krónum," segir Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands og á ekki von á öðru en þeir geri það. "Og vegna þess að allur þorri íslenskra einstaklinga og smærri fyrirtækja eru með sínar tekjur í krónum og allar skuldbindingar í krónum væri mjög óskynsamlegt fyrir þau að vera með mjög stóran hluta í öðrum gjaldmiðli en krónum." Því verður peningamálastefnan áfram virk, segir Arnór, og efast um að stór hluti launa verði greiddur í evrum. "Einfaldlega vegna þess að með því væru launþegar að taka gríðarlega áhættu ef að verðlag er áfram í krónum." Til að slíkt yrði að veruleika þyrfti víðtækt samkomulag milli aðila vinnumarkaðarins og allra helstu kaupmanna um að taka upp evru. Og stjórnvalda því lagasetningu þyrfti til að breyta því að skuldir heimilanna eru í íslenskum krónum. Fréttir Innlent Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Launþegar taka mikla áhættu með því að þiggja laun í evrum, segir aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands. Hann telur hverfandi líkur á að evran laumi sér bakdyramegin inn í íslenskt efnahagslíf. Hún verði aldrei tekin upp nema um það ríki pólitísk sátt. Ýmsir hafa tjáð sig um evruna síðustu daga eftir að fréttir bárust af því að ýmis fyrirtæki gera upp í evrum og fleiri eru að íhuga það, meðal annars Kaupþing. Þá greiðir Marel hluta af sínum launum í evrum. Æðstu menn Framsóknar virðast ekki sammála um hvort evran er í sjónmáli eður ei en aðalhagfræðingur Seðlabankans segir allt tal um rothögg orðum aukið og þeir hagfræðingar sem fréttastofa ræddi við í dag voru sammála um að verið væri að gera úlfalda úr mýflugu. "Áhrif á íslenska peningamálastefnu munu helgast nokkuð af því hvort bankarnir munu halda áfram að lána í íslenskum krónum," segir Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands og á ekki von á öðru en þeir geri það. "Og vegna þess að allur þorri íslenskra einstaklinga og smærri fyrirtækja eru með sínar tekjur í krónum og allar skuldbindingar í krónum væri mjög óskynsamlegt fyrir þau að vera með mjög stóran hluta í öðrum gjaldmiðli en krónum." Því verður peningamálastefnan áfram virk, segir Arnór, og efast um að stór hluti launa verði greiddur í evrum. "Einfaldlega vegna þess að með því væru launþegar að taka gríðarlega áhættu ef að verðlag er áfram í krónum." Til að slíkt yrði að veruleika þyrfti víðtækt samkomulag milli aðila vinnumarkaðarins og allra helstu kaupmanna um að taka upp evru. Og stjórnvalda því lagasetningu þyrfti til að breyta því að skuldir heimilanna eru í íslenskum krónum.
Fréttir Innlent Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira