Björk spilar á styrktartónleikum 13. mars 2007 06:15 Tónlistarkonan Björk Guðmundsson mun koma fram á styrktartónleikum á Nasa hinn 1. apríl ásamt tíu stúlkna blásturshljómsveit. Munu þau frumflytja lög af nýjustu plötu Bjarkar, Volta, sem kemur út 7. maí. Á tónleikunum spila einnig Mugison, Lay Low, Pétur Ben, KK, Wulfgang, Magga Stína og Esja. Tónleikarnir eru haldnir af Forma, sem eru samtök átröskunarsjúklinga á Íslandi. Að sögn Ölmu Geirdal hjá Forma var Björk afar áhugasöm um að koma fram á tónleikunum. „Þegar við loksins komumst í samband við hana var hún mjög til í þetta. Þetta var auðveldara en maður bjóst við," segir Alma. „Það er yndislegt að fólk vilji taka þátt og vekja athygli með okkur á viðkvæmu málefni." Tónleikarnir verða þeir fyrstu sem Björk heldur á þessu ári. Hún hefur þegar bókað sig á þó nokkrar tónleikahátíðir víðs vegar um heiminn, þar á meðal á Hróarskeldu, Glastonbury og Coachella. Ekki er langt síðan Björk lagði lokahönd sína á Volta. Á meðal þeirra sem aðstoða hana á plötunni eru upptökustjórinn Timbaland, Antony úr hljómsveitinni Antony and the Johnsons, trommarinn Chris Corsano og Konono nr. 1. Auk þess semur Sjón einn texta á plötunni og er það fimmti textinn sem hann semur fyrir Björk. Miðasala á styrktartónleikana á Nasa hefst í lok vikunnar á midi.is og í verslunum Skífunnar. Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Tónlistarkonan Björk Guðmundsson mun koma fram á styrktartónleikum á Nasa hinn 1. apríl ásamt tíu stúlkna blásturshljómsveit. Munu þau frumflytja lög af nýjustu plötu Bjarkar, Volta, sem kemur út 7. maí. Á tónleikunum spila einnig Mugison, Lay Low, Pétur Ben, KK, Wulfgang, Magga Stína og Esja. Tónleikarnir eru haldnir af Forma, sem eru samtök átröskunarsjúklinga á Íslandi. Að sögn Ölmu Geirdal hjá Forma var Björk afar áhugasöm um að koma fram á tónleikunum. „Þegar við loksins komumst í samband við hana var hún mjög til í þetta. Þetta var auðveldara en maður bjóst við," segir Alma. „Það er yndislegt að fólk vilji taka þátt og vekja athygli með okkur á viðkvæmu málefni." Tónleikarnir verða þeir fyrstu sem Björk heldur á þessu ári. Hún hefur þegar bókað sig á þó nokkrar tónleikahátíðir víðs vegar um heiminn, þar á meðal á Hróarskeldu, Glastonbury og Coachella. Ekki er langt síðan Björk lagði lokahönd sína á Volta. Á meðal þeirra sem aðstoða hana á plötunni eru upptökustjórinn Timbaland, Antony úr hljómsveitinni Antony and the Johnsons, trommarinn Chris Corsano og Konono nr. 1. Auk þess semur Sjón einn texta á plötunni og er það fimmti textinn sem hann semur fyrir Björk. Miðasala á styrktartónleikana á Nasa hefst í lok vikunnar á midi.is og í verslunum Skífunnar.
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira