Frábærir dómar 5. júní 2007 09:00 Helgi fékk góða dóma í Gaffa rétt eins og Pétur Ben og Reykjavík! MYND/Valli Pétur Ben, Helgi Jónsson og hljómsveitin Reykjavík!, sem tóku þátt í Spot-tónlistarhátíðinni í Árósum um helgina, fengu öll fimm stjörnur af sex mögulegum í tónlistartímaritinu Gaffa fyrir frammistöðu sína. Gaffa er eitt mest lesna tónlistartímarit Dana og birti dóma um alla tónleika hátíðarinnar á vef sínum samdægurs. Reykjavík! reið á vaðið í Ridehuset síðastliðið föstudagskvöld og fékk góðar viðtökur, rétt eins og Pétur Ben sem fékk staðfest boð um að koma á tvær aðrar hátíðir strax að tónleikum loknum. Helgi, sem spilaði á einum af sínum fyrstu sólótónleikum, komst einnig virkilega vel frá sínu. Í dómnum í Gaffa sagði að fyrrverandi básúnuleikari Sigur Rósar væri hæfileikaríkt sjarmatröll. „Helgi er góður í að túlka tilfinningar og nota þær í tónlistinni sinni. Hann nær að koma manni í opna skjöldu og fyrir utan einstaka lag leiddist manni aldrei í nærveru hans. Bravo!“ Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Pétur Ben, Helgi Jónsson og hljómsveitin Reykjavík!, sem tóku þátt í Spot-tónlistarhátíðinni í Árósum um helgina, fengu öll fimm stjörnur af sex mögulegum í tónlistartímaritinu Gaffa fyrir frammistöðu sína. Gaffa er eitt mest lesna tónlistartímarit Dana og birti dóma um alla tónleika hátíðarinnar á vef sínum samdægurs. Reykjavík! reið á vaðið í Ridehuset síðastliðið föstudagskvöld og fékk góðar viðtökur, rétt eins og Pétur Ben sem fékk staðfest boð um að koma á tvær aðrar hátíðir strax að tónleikum loknum. Helgi, sem spilaði á einum af sínum fyrstu sólótónleikum, komst einnig virkilega vel frá sínu. Í dómnum í Gaffa sagði að fyrrverandi básúnuleikari Sigur Rósar væri hæfileikaríkt sjarmatröll. „Helgi er góður í að túlka tilfinningar og nota þær í tónlistinni sinni. Hann nær að koma manni í opna skjöldu og fyrir utan einstaka lag leiddist manni aldrei í nærveru hans. Bravo!“
Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira