Innlent

Torfusamtökin fagna hugmyndum um uppbyggingu við Lækjartorg

Verðlaunatillaga um byggingu svæðisins umhverfis Lækjartorg.
Verðlaunatillaga um byggingu svæðisins umhverfis Lækjartorg.

Verðlaunatillaga um byggingu svæðisins umhverfis Lækjartorg gefur mikilvægt fordæmi um hvernig standa megi að uppbyggingu í miðbæ Reykjavíkur í sátt við umhverfi og sögu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Torfusamtakanna. Samtökin fagna þeirri ákvörðun borgaryfirvalda að verðlaunatillagan verði grundvöllur nýs deiliskipulags á svæðinu.

Í yfirlýsingu Torfusamtakanna kemur fram að með hugmyndasamkeppninni hafi Reykjavíkurborg stigið jákvætt skref í átt til þess að lífga miðborgina. Þá segir ennfremur að tillagan sanni að hægt sé að flétta saman húsagerðararfi fyrri tíðar og nútímaarkitektúr í sannfærandi heild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×