Sendibíll fauk útaf vegi
Lítill sendibíll fauk út af veginum við Kvísker í Öræfasveit um klukkan þrjú í nótt en ökumann sakaði ekki. Björgunarsveitarmenn voru sendir honum til aðstoðar. Afleitt veður var á þessum slóðum í nótt, en heldur fór að lægja undir morgun.