Innlent

Herjólfur í slipp í dag

Vestmannaeyjaferjan Herjólfur komst ekki fyrr en klukkan rúmlega ellefu í morgun úr höfn í Eyjum vegna óveðurs. Fyrst var brottför frestað til klukkan tíu en þá var enn svo hvasst að sjóinn skóf í höfninni að sögn skipstjóra.

Við þær aðstæður var ekki viðlit að halda af stað. Nú er vind hins vegar heldur farið að lægja og sömuleiðis í Þorlákshöfn.

Eftir að búið verður að losa skipið þar heldur það til Hafnarfjarðar þar sem það verður tekið í flotkví til að laga bilun í skrúfubúnaði þess. Ef allt stenst áætlun er reiknað með að Herjólfur fari fyrstu ferð sína á ný frá Þorlákshöfn í hádeginu á föstudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×