Enski boltinn

Áfrýjun Chelsea einnig hafnað

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ashley Cole fer í þriggja leikja bann rétt eins og Zat Knight, leikmaður Aston Villa.
Ashley Cole fer í þriggja leikja bann rétt eins og Zat Knight, leikmaður Aston Villa.

Enska knattspyrnusambandið ákvað í dag að rauða spjaldið sem Ashley Cole, leikmaður Chelsea, fékk á öðrum degi jóla ætti að standa. Cole mun því fara í þriggja leikja bann rétt eins og Zat Knight hjá Aston Villa.

Cole var talinn hafa varið knöttinn með hendi innan teigs. Dæmd var vítaspyrna og hann fékk að líta rauða spjaldið. Cole heldur því fram að boltinn hafi ekki farið í hendi hans.

Chelsea ákvað að áfrýja en því var hafnað og því stendur leikbannið hjá Cole.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×