Óþarfi að búa til rússagrýlu 18. ágúst 2007 18:51 Utanríkisráðherra telur ekki ástæðu til að magna upp rússagrýlu vegna rússnesku herflugvélanna sem flugu hringferð um landið í gær. Óljóst er hvort vélunum var fylgt eftir á för sinni og ráðherra gat ekki svarað hve nálægt þær voru ströndum Íslands. Hernaðarandstæðingar segja að flug sem þetta gæti orðið tíðara í framtíðinni. Í allt áttu sér stað þrjár mismunandi ferðir rússneskra sprengjuflugvéla um loftrýmis-eftirlitssvæði Atlantshafs-bandalagsins sem Ísland tilheyrir. Í tveimur tilfellum flugu vélarnar beint í suður, austan af landinu, en í því þriðja komu flugvélarnar tvær inn í eftirlitssvæði Íslendinga norðaustur af landinu, fyrst í vesturátt og beygðu svo til suðurs milli Íslands og Grænlands og fóru hringferð um landið. Fylgst var með fluginu allan tímann af Ratstjárstofnun og upplýsingum miðlað til viðeigandi stofnanna innanlands, ásamt því að skipst var á upplýsingum við viðeigandi herstjórnir innan Nató. Viðbrögð við fluginu voru samhæfð á milli þriggja bandalagsríkja, Íslands, Noregs og Bretlands og mættu breskar og norskar orrustuþotur sprengjuflugvélunum og fylgdu þeim hluta leiðarinnar. Utanríkisráðherra gat ekki sagt til um hvort sprengjuflugvélunum tveimur sem fóru hringferð um landið hafi verið fylgt eftir á þeirri leið sinni. Utanríkisráðherra segir flugið ekki hafa komið íslenskum stjórnvöldum algjörlega á óvart. Vitað hafi verið að Rússar væru á æfingum við Norðurpólinn og því allt eins líklegt að þeir myndu gera eitthvað þessu líkt. Ingibjörg segir flug rússnesku herflugvélanna ekki tengjast heræfingunum sem voru hér á landi í síðustu viku. Þessu eru samtök hernaðarandstæðinga ósammála. Stefán Pálsson formaður samtakanna var gestur í hádegisviðtali Stöðvar 2 í dag. Þar sagði hann að ef áfram verður haldið að æfa hernað hér á landi þá ættu menn að vera því viðbúnir því að rússneskum herflugvélum verði flogið hingað í ríkari mæli. Hann sagði ennfremur að ástæða sé til hafa nokkrar áhyggjur af því að samskipti Rússa og Bandaríkjamanna fari stigversnandi. Utanríkisráðherra segir þó enga ástæðu til að óttast, óþarfi sé að búa til einhverja rússagrýlu vegna þessa. Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Sjá meira
Utanríkisráðherra telur ekki ástæðu til að magna upp rússagrýlu vegna rússnesku herflugvélanna sem flugu hringferð um landið í gær. Óljóst er hvort vélunum var fylgt eftir á för sinni og ráðherra gat ekki svarað hve nálægt þær voru ströndum Íslands. Hernaðarandstæðingar segja að flug sem þetta gæti orðið tíðara í framtíðinni. Í allt áttu sér stað þrjár mismunandi ferðir rússneskra sprengjuflugvéla um loftrýmis-eftirlitssvæði Atlantshafs-bandalagsins sem Ísland tilheyrir. Í tveimur tilfellum flugu vélarnar beint í suður, austan af landinu, en í því þriðja komu flugvélarnar tvær inn í eftirlitssvæði Íslendinga norðaustur af landinu, fyrst í vesturátt og beygðu svo til suðurs milli Íslands og Grænlands og fóru hringferð um landið. Fylgst var með fluginu allan tímann af Ratstjárstofnun og upplýsingum miðlað til viðeigandi stofnanna innanlands, ásamt því að skipst var á upplýsingum við viðeigandi herstjórnir innan Nató. Viðbrögð við fluginu voru samhæfð á milli þriggja bandalagsríkja, Íslands, Noregs og Bretlands og mættu breskar og norskar orrustuþotur sprengjuflugvélunum og fylgdu þeim hluta leiðarinnar. Utanríkisráðherra gat ekki sagt til um hvort sprengjuflugvélunum tveimur sem fóru hringferð um landið hafi verið fylgt eftir á þeirri leið sinni. Utanríkisráðherra segir flugið ekki hafa komið íslenskum stjórnvöldum algjörlega á óvart. Vitað hafi verið að Rússar væru á æfingum við Norðurpólinn og því allt eins líklegt að þeir myndu gera eitthvað þessu líkt. Ingibjörg segir flug rússnesku herflugvélanna ekki tengjast heræfingunum sem voru hér á landi í síðustu viku. Þessu eru samtök hernaðarandstæðinga ósammála. Stefán Pálsson formaður samtakanna var gestur í hádegisviðtali Stöðvar 2 í dag. Þar sagði hann að ef áfram verður haldið að æfa hernað hér á landi þá ættu menn að vera því viðbúnir því að rússneskum herflugvélum verði flogið hingað í ríkari mæli. Hann sagði ennfremur að ástæða sé til hafa nokkrar áhyggjur af því að samskipti Rússa og Bandaríkjamanna fari stigversnandi. Utanríkisráðherra segir þó enga ástæðu til að óttast, óþarfi sé að búa til einhverja rússagrýlu vegna þessa.
Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Sjá meira