Rússar í hringferð um landið 18. ágúst 2007 12:04 Rússnesku sprengjuflugvélarnar sem flugu inn í íslenskt flugumsjónarsvæði í gær flugu inn í eftirlitssvæðið norð austur af Íslandi, fyrst í vesturátt og beygðu svo til suðurs milli Íslands og Grænlands og fóru hringferð um landið. Í allt áttu sér stað þrjár mismunandi ferðir rússneskra sprengjuflugvéla um loftrýmiseftirlitssvæði Atlantshafsbandalagsins sem Ísland tilheyrir. Í tveimur tilfellum var farið beint í suður, austan af landinu, en í því þriðja komu flugvélarnar inn í eftirlitssvæðið norðaustur af Íslandi og flugu eins og fyrr greinir hringferð um landið. Samkvæmt fréttatilkynningu sem Utanríkisráðuneytið hefur sent frá sér vegna málsins segir að fylgst hafi verið með fluginu allan tímann af Ratstjárstofnun og upplýsingum miðlað til viðeigandi stofnanna innanlands, ásamt því að skipst var á upplýsingum við viðeigandi herstjórnir innan Atlantshafsbandalagsins. Viðbrögð við fluginu hafi verið samhæfð á milli þriggja bandalagsríkja, Íslands, Noregs og Bretlands. Breskar og norskar orrustuþotur mættu sprengjuflugvélunum og fylgdu þeim hluta leiðarinnar. Samtök hernaðarandstæðinga hafa mótmælt fluginu og segja æfinga- og eftirlitsflug á borð við þetta skapa hættu fyrir almenna flugumferð og þjóna engum hagnýtum tilgangi. Enn meiri hætta skapist síðan þegar NATO-ríkin senda herþotur sínar til móts við rússnesku þoturnar og fylgja þeim eftir í fluginu. Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Formaður Viðreisnar í borginni kannast ekki við skráningu á lista Heiðu Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Rússnesku sprengjuflugvélarnar sem flugu inn í íslenskt flugumsjónarsvæði í gær flugu inn í eftirlitssvæðið norð austur af Íslandi, fyrst í vesturátt og beygðu svo til suðurs milli Íslands og Grænlands og fóru hringferð um landið. Í allt áttu sér stað þrjár mismunandi ferðir rússneskra sprengjuflugvéla um loftrýmiseftirlitssvæði Atlantshafsbandalagsins sem Ísland tilheyrir. Í tveimur tilfellum var farið beint í suður, austan af landinu, en í því þriðja komu flugvélarnar inn í eftirlitssvæðið norðaustur af Íslandi og flugu eins og fyrr greinir hringferð um landið. Samkvæmt fréttatilkynningu sem Utanríkisráðuneytið hefur sent frá sér vegna málsins segir að fylgst hafi verið með fluginu allan tímann af Ratstjárstofnun og upplýsingum miðlað til viðeigandi stofnanna innanlands, ásamt því að skipst var á upplýsingum við viðeigandi herstjórnir innan Atlantshafsbandalagsins. Viðbrögð við fluginu hafi verið samhæfð á milli þriggja bandalagsríkja, Íslands, Noregs og Bretlands. Breskar og norskar orrustuþotur mættu sprengjuflugvélunum og fylgdu þeim hluta leiðarinnar. Samtök hernaðarandstæðinga hafa mótmælt fluginu og segja æfinga- og eftirlitsflug á borð við þetta skapa hættu fyrir almenna flugumferð og þjóna engum hagnýtum tilgangi. Enn meiri hætta skapist síðan þegar NATO-ríkin senda herþotur sínar til móts við rússnesku þoturnar og fylgja þeim eftir í fluginu.
Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Formaður Viðreisnar í borginni kannast ekki við skráningu á lista Heiðu Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira