Geir H. Haarde forsætisráðherra vill ekki tjá sig um ummæli Björns Inga Hrafnssonar, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, um vitneskju Geirs um samruna REI og Geysis Green Energy.
Fréttamaður Stöðvar 2 leitaði eftir viðbrögðum forsætisráðherra vegna orða Björns Inga í morgun en fékk þau frá skilaboð frá aðstoðarmanni Geirs að hann vildi ekki tjá sig um málið.
Björn Ingi greindi frá því á bloggsíðu sinni að forsætisráðherra hafi verið tilkynnt um samruna REI og Geysis Green Energy áður en frægur kynningarfundur var haldinn um samrunann í stöðvarstjórahúsi Orkuveitunnar. Þar voru saman komnir meirihlutinn í borgarstjórn, yfirstjórn Orkuveitunnar, og fulltrúar Akraness og Borgarbyggðar.
Björn Ingi segir að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, þáverandi borgarstjóri, hafi sagt frá þessu á fundinum og sagt að forsætisráðherra hafi litist vel á málið.