Innlent

OR gerir athugasemdir við leiðara Moggans

MYND/Róbert

Orkuveita Reykjavíkur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem gerðar eru athugasemdir vegna „meinlegs misskilnings eða vanþekkingar sem fram kemur hjá leiðarahöfundi Morgunblaðsins í dag," eins og það er orðað.

Bendir Orkuveitan á að lagaumhverfi orkuframleiðslu og dreifingar á Filippseyjum sé mun skýrari en hér á landi. Þar séu jarðhitaauðlindir lögum samkvæmt í eigu þjóðarinnar og að fyrirtæki sem vilja leigja þann rétt af stjórnvöldum verði að vera að 60 prósentum í eigu heimamanna. „Þess vegna eru Reykjavik Energy Invest og Geysir Green Energy í samstarfi við þarlent orkufyrirtæki um tilboðsgerð í jarðhitafyrirtækið PNOC-EDC," segir í tilkynningu Orkuveitunnar.

Þar er enn fremur bent á að nýtingarréttur á jarðvarmauðlindum sé leigður út til 60-100 ára. Enn fremur banni filippseysk lög krosseignarhald milli þeirra sem framleiði raforku eða gufu, dreifi rafmagni og selji það. Þannig sé t.d. ekki leyfilegt fyrir þann aðila sem á í félagi sem framleiðir gufu eða rafmagn að eiga hlut í félagi sem á í dreifikerfum eða sér um smásölu á rafmagni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×