Lögreglan klúðraði morðinu á Laugalæk Breki Logason skrifar 6. nóvember 2007 11:36 Þorsteinn Bergmann Einarsson hefur gefið út bók um morðið á Laugalæk. „Mér fannst þetta alltaf skrýtið mál og hafði áhuga á því. Þegar ég fór síðan að setja mig inn í málið og sjá hlutina í samhengi sá ég að þetta var mikið drama," segir Þorsteinn Bergmann Einarsson 61 árs gamall verkfræðingur frá Selfossi. Á föstudaginn fyrir helgi kom út bókin Morðið á Laugalæk eftir Þorstein sem Skrudda gefur út. Þorsteinn hefur ekki áður gefið út bók af þessu tagi en segist hafa fengið áhuga á málinu ungur. Hann starfaði á Alþýðublaðinu árið 1968 þegar málið kom upp en missti af öllum eftirmálunum þar sem hann flutti erlendis. „Lögreglan gerir mistök í upphafi rannsóknarinnar sem gerir það að verkum að þetta dregst á langinn. Það eru líka margir sem flækjast í þetta," segir Þorsteinn. „Því var haldið fram að Gunnar stundaði lánastarfsemi en það var ekki satt. Þetta var góður drengur sem var ofur feitur en það var ekki algengt í þá daga. Hann kom aldrei nálægt neinni lánastarfsemi og það var aldrei neitt sannað." Fyrir þá sem ekki þekkja morðið á Laugalæk þá var leigubílstjóri myrtur árið 1968 með mjög sjaldgæfri byssu en morðingi mannsins hefur aldrei fundist. Gerðir hafa verið sjónvarpsþættir og málið er eitt af dularfullustu morðum íslandssögunnar. „Byssan fannst ári seinna og þá var maður hnepptur í varðhald. Hann var yfirheyrður og settur í einangrun. Hann varð margsaga í málinu og var síðan sýknaður. Ástæðan var einfaldlega sú að það voru engar sannanir fyrir hendi." „Þrátt fyrir gífurlega umfangsmikla rannsókn lögreglu fundust aldrei neinar sannanir gegn þessum manni. Hann var samt ákærður fyrir morðið á Gunnari. Hann var síðan sýknaður af þeirri ákæru bæði í sakadómi og í hæstarétti. Hvað fékk kerfið til að ganga svona hart fram gegn honum? Var réttur maður ákærður?," spyr Þorsteinn í bókinni Leigubílstjórinn hét Gunnar Tryggvason en hann bjó með föður sínum á þessum tíma. „Þeir voru mjög samrýmdir feðgar og þetta fór alveg með gamla manninn. Konan hans hafði dáið þarna tveimur árum áður og síðan sonur hans. Hann dó síðan sjálfur úr sorg ári seinna. Þetta mál hafði því hörmulegar afleiðingar fyrir fjölskylduna alla." Þorsteinn segir erfitt að segja frá niðurstöðu bókarinnar en augljóst sé að lögreglan hafi gert mistök. „Þetta á að vera spennandi bók og í henni er marg athyglisvert sem lesandinn verður bara að komast að." Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Lífið Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Sjá meira
„Mér fannst þetta alltaf skrýtið mál og hafði áhuga á því. Þegar ég fór síðan að setja mig inn í málið og sjá hlutina í samhengi sá ég að þetta var mikið drama," segir Þorsteinn Bergmann Einarsson 61 árs gamall verkfræðingur frá Selfossi. Á föstudaginn fyrir helgi kom út bókin Morðið á Laugalæk eftir Þorstein sem Skrudda gefur út. Þorsteinn hefur ekki áður gefið út bók af þessu tagi en segist hafa fengið áhuga á málinu ungur. Hann starfaði á Alþýðublaðinu árið 1968 þegar málið kom upp en missti af öllum eftirmálunum þar sem hann flutti erlendis. „Lögreglan gerir mistök í upphafi rannsóknarinnar sem gerir það að verkum að þetta dregst á langinn. Það eru líka margir sem flækjast í þetta," segir Þorsteinn. „Því var haldið fram að Gunnar stundaði lánastarfsemi en það var ekki satt. Þetta var góður drengur sem var ofur feitur en það var ekki algengt í þá daga. Hann kom aldrei nálægt neinni lánastarfsemi og það var aldrei neitt sannað." Fyrir þá sem ekki þekkja morðið á Laugalæk þá var leigubílstjóri myrtur árið 1968 með mjög sjaldgæfri byssu en morðingi mannsins hefur aldrei fundist. Gerðir hafa verið sjónvarpsþættir og málið er eitt af dularfullustu morðum íslandssögunnar. „Byssan fannst ári seinna og þá var maður hnepptur í varðhald. Hann var yfirheyrður og settur í einangrun. Hann varð margsaga í málinu og var síðan sýknaður. Ástæðan var einfaldlega sú að það voru engar sannanir fyrir hendi." „Þrátt fyrir gífurlega umfangsmikla rannsókn lögreglu fundust aldrei neinar sannanir gegn þessum manni. Hann var samt ákærður fyrir morðið á Gunnari. Hann var síðan sýknaður af þeirri ákæru bæði í sakadómi og í hæstarétti. Hvað fékk kerfið til að ganga svona hart fram gegn honum? Var réttur maður ákærður?," spyr Þorsteinn í bókinni Leigubílstjórinn hét Gunnar Tryggvason en hann bjó með föður sínum á þessum tíma. „Þeir voru mjög samrýmdir feðgar og þetta fór alveg með gamla manninn. Konan hans hafði dáið þarna tveimur árum áður og síðan sonur hans. Hann dó síðan sjálfur úr sorg ári seinna. Þetta mál hafði því hörmulegar afleiðingar fyrir fjölskylduna alla." Þorsteinn segir erfitt að segja frá niðurstöðu bókarinnar en augljóst sé að lögreglan hafi gert mistök. „Þetta á að vera spennandi bók og í henni er marg athyglisvert sem lesandinn verður bara að komast að."
Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Lífið Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Sjá meira