McClaren í sjöunda himni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. nóvember 2007 21:48 Steve McClaren var heldur niðurlútur eftir leik Rússa og Englendinga í Moskvu en hann hefur tekið gleði sína á ný. Nordic Photos / AFP Steve McClaren er vitanlega hæstánægður með úrslit í leik Ísraels og Rússlands. Sigur Ísraela þýðir að England á enn möguleika á að komast í úrslitakeppni EM 2008. Sigurinn þýðir einnig að Englendingum dugir jafntefli gegn Króatíu á miðvikudaginn en síðarnefnda þjóðin komst áfram á EM í kvöld, þrátt fyrir tap fyrir Makedóníu, þökk sé sigri Ísraela. „Þvílíkt kvöld,“ sagði McClaren. „Þetta eru frábærar fréttir fyrir okkur öll. Ég vil hrósa Ísraelum sérstaklega fyrir að ganga hreint og beint til verka í kvöld. Þeir sýndu hversu stoltir þeir eru af þjóð sinni.“ McClaren lét hafa eftir sér í enskum fjölmiðlum í vikunni að hann hefði alltaf trú á því að England kæmist áfram á EM og að úrslitin myndu ekki ráðast endanlega fyrr en á miðvikudaginn kemur, þegar England mætir Króatíu. „Ég missti aldrei trúna á þessu og sem betur fer fór það eins og ég sagði. Ég horfði á leikinn á hótelinu mínu með fjölskyldu minni og þjálfararliði. Fögnuðurinn var mikill og góður.“ Hann segir þó að nú verði menn að koma sér á jörðina og einbeita sér að verkefninu mikilvæga á miðvikudaginn. „Nú er þetta aftur undir okkur komið og þurfum við svo sannarlega á því að halda að þjóðin öll styðji við bakið á okkur. Þetta verður erfiður leikur en ég er viss um að við náum þeim úrslitum sem við þurfum til að komast áfram í úrslitakeppnina í Austurríki og Sviss.“ Mest lesið Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Sjá meira
Steve McClaren er vitanlega hæstánægður með úrslit í leik Ísraels og Rússlands. Sigur Ísraela þýðir að England á enn möguleika á að komast í úrslitakeppni EM 2008. Sigurinn þýðir einnig að Englendingum dugir jafntefli gegn Króatíu á miðvikudaginn en síðarnefnda þjóðin komst áfram á EM í kvöld, þrátt fyrir tap fyrir Makedóníu, þökk sé sigri Ísraela. „Þvílíkt kvöld,“ sagði McClaren. „Þetta eru frábærar fréttir fyrir okkur öll. Ég vil hrósa Ísraelum sérstaklega fyrir að ganga hreint og beint til verka í kvöld. Þeir sýndu hversu stoltir þeir eru af þjóð sinni.“ McClaren lét hafa eftir sér í enskum fjölmiðlum í vikunni að hann hefði alltaf trú á því að England kæmist áfram á EM og að úrslitin myndu ekki ráðast endanlega fyrr en á miðvikudaginn kemur, þegar England mætir Króatíu. „Ég missti aldrei trúna á þessu og sem betur fer fór það eins og ég sagði. Ég horfði á leikinn á hótelinu mínu með fjölskyldu minni og þjálfararliði. Fögnuðurinn var mikill og góður.“ Hann segir þó að nú verði menn að koma sér á jörðina og einbeita sér að verkefninu mikilvæga á miðvikudaginn. „Nú er þetta aftur undir okkur komið og þurfum við svo sannarlega á því að halda að þjóðin öll styðji við bakið á okkur. Þetta verður erfiður leikur en ég er viss um að við náum þeim úrslitum sem við þurfum til að komast áfram í úrslitakeppnina í Austurríki og Sviss.“
Mest lesið Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Sjá meira