Hertar mengunarkröfur í nýju deiliskipulagi um álversstækkun 24. janúar 2007 18:42 Meirihluti íbúa Hafnarfjarðar er á móti stækkun álversins í Straumsvík samkvæmt nýrri könnun. Línur í þessu máli eru farnar að skýrast. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka í Hafnarfirði standa að nýju deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir stækkun álversins í Straumsvík. Almenn atkvæðagreiðsla íbúa bæjarins um deiliskipulagið fer fram þann 31. mars og leggur meirihluti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn til að einfaldur meirihluti þeirra sem taka þátt í atkvæðagreiðslunni ráði úrslitum. Skipulags og byggingaráð Hafnarfjarðar samþykkti í gær fyrir sitt leyti að nýtt deiliskipulag fyrir álverssvæðið fari í almennt skipulagsferli að lokinni atkvæðagreiðslu íbúa um tillöguna. Jafnframt samþykkti bæjarráð að kosning um málið skuli fara fram hinn 31. mars næstkomandi. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði boðaði til fréttamannafundar í dag, þar sem hann kynnt deiluskipulagið og forsendur þess. Ef deiliskipulagið nær fram að ganga mun svo kallað þynnigarsvæði minnka um tvo þriðju, fara úr um tíu ferílómetrum í rúmlega þrjá ferkílómetra. Þá mun mengun á hvert framleitt tonn af áli í stækkaðri verksmiðju verða minni en í núverandi verksmiðju. "Við erum að tala um það að setja fram mjög auknar kröfur varðandi mengunarvarnir, umfram það sem umhverfismat og umfram það sem starfsleyfið gaf og veitti Alcan," segir Lúðvík Geirsson bæjarstjóri í Hafnarfirði. Farið sé fram með ítrustu kröfur sem þekkist hér á landi og víðast annars staðar í þessum rekstri. "Og það er auðvitað sérstaklega ánægjulegt að það hefur nást gott samkomulag og samstarf við Alcan um að mæta okkur í þeim kröfum," segir Lúðvík. Lúðvík segir að horfa verði til allra þátta þegar stækkun álversins er metin. Mengunar- og umhverfismála, þeirra starfa sem þarna eru og þjónustu sem þrýfst á starfsemi álversins og þær beinu tekjur sem það fæirir bænum. Lúðvík vill að Alþingi afgreiði hið fyrsta breytingar á lögum um skattlagningu álversins, sem forráðamenn álversins hafa óskað eftir, sem myndu gefa bænum 200 milljón króna tekjur af verksmiðjunni eins og hún er nú, í stað 70 milljóna. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka í bæjarstjórn Hafnarfjarðar komu að gerð deiliskipulagsins ásamt fulltrúum Alcan og svo virðist sem þverpólitísk samstaða ríki um að setja þetta skipulag fram. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði er enda ánægður með niðurstöðuna. "Ég get sagt fyrir mitt leyti að ég er mjög sáttur og ánægður með þá niðurstöðu sem fengist hefur úr þessari yfirgripsmiklu vinnu með Alcan á undanförnum mánuðum. Og sérstakt ánægjuefni að það er full pólitísk samstaða milli fulltrúa allra flokka Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna um það að þetta sé tillaga sem við erum ásátt um að nái þeim markmiðum og skilyrðum sem við höfum sett fram í okkar viðræðum og það sé eðlilegt að það sé þetta sem lagt sé fyrir íbúana hér í bænum. Rannveig Rist forstjóri Alcan segir fyrirtækið geta uppfyllt þessi skilyrði. "Já, við treystum okkur til þess. Við erum hér með mjög metnaðarfullt starf í mengunarmálum og við höfum ekki verið að berjast við að ná einhverjum takmörkum sem hafa verið sett á okkur, heldur verið undir öllum mörkum. Við höfum mikinn metnað á þessu sviði. Þannig að við höldum því góða starfi áfram og fögnum því að náðst hafi þverpólitísk samstaða um þetta mál," segir Rannveig Rist. Fréttir Innlent Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Meirihluti íbúa Hafnarfjarðar er á móti stækkun álversins í Straumsvík samkvæmt nýrri könnun. Línur í þessu máli eru farnar að skýrast. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka í Hafnarfirði standa að nýju deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir stækkun álversins í Straumsvík. Almenn atkvæðagreiðsla íbúa bæjarins um deiliskipulagið fer fram þann 31. mars og leggur meirihluti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn til að einfaldur meirihluti þeirra sem taka þátt í atkvæðagreiðslunni ráði úrslitum. Skipulags og byggingaráð Hafnarfjarðar samþykkti í gær fyrir sitt leyti að nýtt deiliskipulag fyrir álverssvæðið fari í almennt skipulagsferli að lokinni atkvæðagreiðslu íbúa um tillöguna. Jafnframt samþykkti bæjarráð að kosning um málið skuli fara fram hinn 31. mars næstkomandi. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði boðaði til fréttamannafundar í dag, þar sem hann kynnt deiluskipulagið og forsendur þess. Ef deiliskipulagið nær fram að ganga mun svo kallað þynnigarsvæði minnka um tvo þriðju, fara úr um tíu ferílómetrum í rúmlega þrjá ferkílómetra. Þá mun mengun á hvert framleitt tonn af áli í stækkaðri verksmiðju verða minni en í núverandi verksmiðju. "Við erum að tala um það að setja fram mjög auknar kröfur varðandi mengunarvarnir, umfram það sem umhverfismat og umfram það sem starfsleyfið gaf og veitti Alcan," segir Lúðvík Geirsson bæjarstjóri í Hafnarfirði. Farið sé fram með ítrustu kröfur sem þekkist hér á landi og víðast annars staðar í þessum rekstri. "Og það er auðvitað sérstaklega ánægjulegt að það hefur nást gott samkomulag og samstarf við Alcan um að mæta okkur í þeim kröfum," segir Lúðvík. Lúðvík segir að horfa verði til allra þátta þegar stækkun álversins er metin. Mengunar- og umhverfismála, þeirra starfa sem þarna eru og þjónustu sem þrýfst á starfsemi álversins og þær beinu tekjur sem það fæirir bænum. Lúðvík vill að Alþingi afgreiði hið fyrsta breytingar á lögum um skattlagningu álversins, sem forráðamenn álversins hafa óskað eftir, sem myndu gefa bænum 200 milljón króna tekjur af verksmiðjunni eins og hún er nú, í stað 70 milljóna. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka í bæjarstjórn Hafnarfjarðar komu að gerð deiliskipulagsins ásamt fulltrúum Alcan og svo virðist sem þverpólitísk samstaða ríki um að setja þetta skipulag fram. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði er enda ánægður með niðurstöðuna. "Ég get sagt fyrir mitt leyti að ég er mjög sáttur og ánægður með þá niðurstöðu sem fengist hefur úr þessari yfirgripsmiklu vinnu með Alcan á undanförnum mánuðum. Og sérstakt ánægjuefni að það er full pólitísk samstaða milli fulltrúa allra flokka Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna um það að þetta sé tillaga sem við erum ásátt um að nái þeim markmiðum og skilyrðum sem við höfum sett fram í okkar viðræðum og það sé eðlilegt að það sé þetta sem lagt sé fyrir íbúana hér í bænum. Rannveig Rist forstjóri Alcan segir fyrirtækið geta uppfyllt þessi skilyrði. "Já, við treystum okkur til þess. Við erum hér með mjög metnaðarfullt starf í mengunarmálum og við höfum ekki verið að berjast við að ná einhverjum takmörkum sem hafa verið sett á okkur, heldur verið undir öllum mörkum. Við höfum mikinn metnað á þessu sviði. Þannig að við höldum því góða starfi áfram og fögnum því að náðst hafi þverpólitísk samstaða um þetta mál," segir Rannveig Rist.
Fréttir Innlent Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira