Tveggja ára stúlka og systir hennar í mikilli hættu í Leifsstöð 31. ágúst 2007 13:39 Tveggja ára stúlka og tæplega tvítug systir hennar voru í mikilli hættu í Leifstöð í snemma í gærmorgun. Sú tveggja ára náði að klifra upp á færibandið við innritunarborðið og fór með því ásamt öðrum farangri í átt að öryggiseftirlitinu. Systir hennar henti sér á eftir henni en vegna mannlegra mistaka stúlkunnar sem var að innrita þær í flug var neyðarhappur ekki notaður til að stöðva færibandið. Jóhann Benediktsson lögreglustjóri á Keflavíkurflugvelli segir að mesta mildi hafi verið að ekki fór illa þarna. "Það var snarræði starfsmanns okkar í öryggiseftirlitinu að þakka að þetta varð ekki huganlega að stórslysi," segir Jóhann. Neyðarhnappakerfinu við innritunina hefur verið breytt þannig að hnapparnir stöðva nú öll færiböndin í einu en ekki bara það sem er við innritunarborðið. Stúlkan virðist ekki hafa áttað sig á því og í stað þess að nota neyðarhnappinn hringdi hún í öryggisgæsluna. "Áður en því símtali lauk hafði starfsmaður okkar séð beinagrind í gegnumlýsingartækinu á færibandinu. Hann ákvað því að beina farangrinum inn á skoðunarspor," segir Jóhann. "Ef það hefði ekki gerst hefði færbandið aukið mjög hraðann og farið í mikla lofthæð. Við erum þakklátir að slíkt gerðist ekki." Ferð systranna tveggja á færibandinu stóð aðeins í örfáar mínútur og varð þeim ekki meint af þessu óhappi. Geislunin í gegnumlýsingartækinu er ekki hættuleg eða svipuð og hjá tannlækni. Vinnueftirlitið var kallað til að skoða vélina. Jóhann Benediktsson segir að væntanlega muni fyrirtækið sem sér um innritun farþega brýna fyrir starfsfólki sínu þær öryggisreglur sem gilda við starf þeirra. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Tveggja ára stúlka og tæplega tvítug systir hennar voru í mikilli hættu í Leifstöð í snemma í gærmorgun. Sú tveggja ára náði að klifra upp á færibandið við innritunarborðið og fór með því ásamt öðrum farangri í átt að öryggiseftirlitinu. Systir hennar henti sér á eftir henni en vegna mannlegra mistaka stúlkunnar sem var að innrita þær í flug var neyðarhappur ekki notaður til að stöðva færibandið. Jóhann Benediktsson lögreglustjóri á Keflavíkurflugvelli segir að mesta mildi hafi verið að ekki fór illa þarna. "Það var snarræði starfsmanns okkar í öryggiseftirlitinu að þakka að þetta varð ekki huganlega að stórslysi," segir Jóhann. Neyðarhnappakerfinu við innritunina hefur verið breytt þannig að hnapparnir stöðva nú öll færiböndin í einu en ekki bara það sem er við innritunarborðið. Stúlkan virðist ekki hafa áttað sig á því og í stað þess að nota neyðarhnappinn hringdi hún í öryggisgæsluna. "Áður en því símtali lauk hafði starfsmaður okkar séð beinagrind í gegnumlýsingartækinu á færibandinu. Hann ákvað því að beina farangrinum inn á skoðunarspor," segir Jóhann. "Ef það hefði ekki gerst hefði færbandið aukið mjög hraðann og farið í mikla lofthæð. Við erum þakklátir að slíkt gerðist ekki." Ferð systranna tveggja á færibandinu stóð aðeins í örfáar mínútur og varð þeim ekki meint af þessu óhappi. Geislunin í gegnumlýsingartækinu er ekki hættuleg eða svipuð og hjá tannlækni. Vinnueftirlitið var kallað til að skoða vélina. Jóhann Benediktsson segir að væntanlega muni fyrirtækið sem sér um innritun farþega brýna fyrir starfsfólki sínu þær öryggisreglur sem gilda við starf þeirra.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira