Sjálfsagt að rannsókn fari fram á rannsóknarleyfi Björn Gíslason skrifar 31. ágúst 2007 11:37 MYND/Valgarður Jón Sigurðsson, fyrrverandi iðnaðarráðherra, segir alveg sjálfsagt að rannsókn fari fram á því hvernig leyfi til jarðhitarannsókna í Gjástykki í grennd við Mývatn var veitt. Hann segir allar umsagnir í málinu hafa legið fyrir og málið hefði getað verið afgreitt fyrr. Greint var frá því fyrr í dag að Landvernd og Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi hefðu óskað eftir því við umhverfisnefnd og iðnaðarnefnd Alþingis að opinber rannsókn verði gerð á veitingu leyfisins. Jón Sigurðsson fyrrverandi iðnaðarráðhera, gaf leyfið út tveimur dögum fyrir síðustu alþingiskosningar, þann 10. maí, eftir að Landsvirkjun sótti um leyfið tveimur dögum fyrr. Jón sagði í samtali við Vísi í morgun að bréfið frá Landsvirkjun hefði verið ítrekunarbréf. Fyrirtækið hefði sent inn beiðni um rannsóknarleyfi í fyrrahaust. Allar umsagnir í málinu, þar á meðal frá Orkustofnun og Umhverfisstofnun, hefðu legið fyrir og þær hefðu allar verið jákvæðar. Málið hefði því verið klárt í iðnaðarráðuneytinu. „Ég hefði getað verið búinn að ljúka þessu tveimur, þremur vikum fyrir kosningar og það var á mína ábyrgð að ljúka þessu fyrr," segir Jón og hafnar því að útgáfa leyfisins tengist á einhvern hátt því að kosningar voru í nánd. Aðspurður segir hann það sjálfsagðan og eðlilegan rétt þegnanna að farið sé ofan í saumana á þessu máli, slíkt sé sjálfsagt í opnu lýðræðissamfélagi. Góð stjórnsýsla á ferðinni Annað mál tengt auðlindum landsins kom upp á dögunum þegar upplýst var að þrír ráðherrar hefðu fyrir hönd ríkisins framselt vatnsréttindi í neðri hluta Þjórsár til Landsvirkjunar. Þar kom Jón einnig að málum. Hann segir að um minni háttar misskilning hafi verið að ræða á milli sín og fjármálaráðherra varðandi kynningu þess. Hann hafnar því að unnið hafi verið hratt að því máli og sömuleiðis Gjástykkismálinu til þess að ljúka þeim fyrir kosningar. „Þessi mál voru í eðlilegum stjórnsýslufarvegi og það væri fáránlegt að láta kosningu flýta þeim eða seinka," segir Jón. Hann telur að athugun á þessum málum muni leiða í ljós að þar hafi verið á ferðinni góð stjórnsýsla. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Jón Sigurðsson, fyrrverandi iðnaðarráðherra, segir alveg sjálfsagt að rannsókn fari fram á því hvernig leyfi til jarðhitarannsókna í Gjástykki í grennd við Mývatn var veitt. Hann segir allar umsagnir í málinu hafa legið fyrir og málið hefði getað verið afgreitt fyrr. Greint var frá því fyrr í dag að Landvernd og Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi hefðu óskað eftir því við umhverfisnefnd og iðnaðarnefnd Alþingis að opinber rannsókn verði gerð á veitingu leyfisins. Jón Sigurðsson fyrrverandi iðnaðarráðhera, gaf leyfið út tveimur dögum fyrir síðustu alþingiskosningar, þann 10. maí, eftir að Landsvirkjun sótti um leyfið tveimur dögum fyrr. Jón sagði í samtali við Vísi í morgun að bréfið frá Landsvirkjun hefði verið ítrekunarbréf. Fyrirtækið hefði sent inn beiðni um rannsóknarleyfi í fyrrahaust. Allar umsagnir í málinu, þar á meðal frá Orkustofnun og Umhverfisstofnun, hefðu legið fyrir og þær hefðu allar verið jákvæðar. Málið hefði því verið klárt í iðnaðarráðuneytinu. „Ég hefði getað verið búinn að ljúka þessu tveimur, þremur vikum fyrir kosningar og það var á mína ábyrgð að ljúka þessu fyrr," segir Jón og hafnar því að útgáfa leyfisins tengist á einhvern hátt því að kosningar voru í nánd. Aðspurður segir hann það sjálfsagðan og eðlilegan rétt þegnanna að farið sé ofan í saumana á þessu máli, slíkt sé sjálfsagt í opnu lýðræðissamfélagi. Góð stjórnsýsla á ferðinni Annað mál tengt auðlindum landsins kom upp á dögunum þegar upplýst var að þrír ráðherrar hefðu fyrir hönd ríkisins framselt vatnsréttindi í neðri hluta Þjórsár til Landsvirkjunar. Þar kom Jón einnig að málum. Hann segir að um minni háttar misskilning hafi verið að ræða á milli sín og fjármálaráðherra varðandi kynningu þess. Hann hafnar því að unnið hafi verið hratt að því máli og sömuleiðis Gjástykkismálinu til þess að ljúka þeim fyrir kosningar. „Þessi mál voru í eðlilegum stjórnsýslufarvegi og það væri fáránlegt að láta kosningu flýta þeim eða seinka," segir Jón. Hann telur að athugun á þessum málum muni leiða í ljós að þar hafi verið á ferðinni góð stjórnsýsla.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira