Sjálfsagt að rannsókn fari fram á rannsóknarleyfi Björn Gíslason skrifar 31. ágúst 2007 11:37 MYND/Valgarður Jón Sigurðsson, fyrrverandi iðnaðarráðherra, segir alveg sjálfsagt að rannsókn fari fram á því hvernig leyfi til jarðhitarannsókna í Gjástykki í grennd við Mývatn var veitt. Hann segir allar umsagnir í málinu hafa legið fyrir og málið hefði getað verið afgreitt fyrr. Greint var frá því fyrr í dag að Landvernd og Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi hefðu óskað eftir því við umhverfisnefnd og iðnaðarnefnd Alþingis að opinber rannsókn verði gerð á veitingu leyfisins. Jón Sigurðsson fyrrverandi iðnaðarráðhera, gaf leyfið út tveimur dögum fyrir síðustu alþingiskosningar, þann 10. maí, eftir að Landsvirkjun sótti um leyfið tveimur dögum fyrr. Jón sagði í samtali við Vísi í morgun að bréfið frá Landsvirkjun hefði verið ítrekunarbréf. Fyrirtækið hefði sent inn beiðni um rannsóknarleyfi í fyrrahaust. Allar umsagnir í málinu, þar á meðal frá Orkustofnun og Umhverfisstofnun, hefðu legið fyrir og þær hefðu allar verið jákvæðar. Málið hefði því verið klárt í iðnaðarráðuneytinu. „Ég hefði getað verið búinn að ljúka þessu tveimur, þremur vikum fyrir kosningar og það var á mína ábyrgð að ljúka þessu fyrr," segir Jón og hafnar því að útgáfa leyfisins tengist á einhvern hátt því að kosningar voru í nánd. Aðspurður segir hann það sjálfsagðan og eðlilegan rétt þegnanna að farið sé ofan í saumana á þessu máli, slíkt sé sjálfsagt í opnu lýðræðissamfélagi. Góð stjórnsýsla á ferðinni Annað mál tengt auðlindum landsins kom upp á dögunum þegar upplýst var að þrír ráðherrar hefðu fyrir hönd ríkisins framselt vatnsréttindi í neðri hluta Þjórsár til Landsvirkjunar. Þar kom Jón einnig að málum. Hann segir að um minni háttar misskilning hafi verið að ræða á milli sín og fjármálaráðherra varðandi kynningu þess. Hann hafnar því að unnið hafi verið hratt að því máli og sömuleiðis Gjástykkismálinu til þess að ljúka þeim fyrir kosningar. „Þessi mál voru í eðlilegum stjórnsýslufarvegi og það væri fáránlegt að láta kosningu flýta þeim eða seinka," segir Jón. Hann telur að athugun á þessum málum muni leiða í ljós að þar hafi verið á ferðinni góð stjórnsýsla. Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn Sjá meira
Jón Sigurðsson, fyrrverandi iðnaðarráðherra, segir alveg sjálfsagt að rannsókn fari fram á því hvernig leyfi til jarðhitarannsókna í Gjástykki í grennd við Mývatn var veitt. Hann segir allar umsagnir í málinu hafa legið fyrir og málið hefði getað verið afgreitt fyrr. Greint var frá því fyrr í dag að Landvernd og Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi hefðu óskað eftir því við umhverfisnefnd og iðnaðarnefnd Alþingis að opinber rannsókn verði gerð á veitingu leyfisins. Jón Sigurðsson fyrrverandi iðnaðarráðhera, gaf leyfið út tveimur dögum fyrir síðustu alþingiskosningar, þann 10. maí, eftir að Landsvirkjun sótti um leyfið tveimur dögum fyrr. Jón sagði í samtali við Vísi í morgun að bréfið frá Landsvirkjun hefði verið ítrekunarbréf. Fyrirtækið hefði sent inn beiðni um rannsóknarleyfi í fyrrahaust. Allar umsagnir í málinu, þar á meðal frá Orkustofnun og Umhverfisstofnun, hefðu legið fyrir og þær hefðu allar verið jákvæðar. Málið hefði því verið klárt í iðnaðarráðuneytinu. „Ég hefði getað verið búinn að ljúka þessu tveimur, þremur vikum fyrir kosningar og það var á mína ábyrgð að ljúka þessu fyrr," segir Jón og hafnar því að útgáfa leyfisins tengist á einhvern hátt því að kosningar voru í nánd. Aðspurður segir hann það sjálfsagðan og eðlilegan rétt þegnanna að farið sé ofan í saumana á þessu máli, slíkt sé sjálfsagt í opnu lýðræðissamfélagi. Góð stjórnsýsla á ferðinni Annað mál tengt auðlindum landsins kom upp á dögunum þegar upplýst var að þrír ráðherrar hefðu fyrir hönd ríkisins framselt vatnsréttindi í neðri hluta Þjórsár til Landsvirkjunar. Þar kom Jón einnig að málum. Hann segir að um minni háttar misskilning hafi verið að ræða á milli sín og fjármálaráðherra varðandi kynningu þess. Hann hafnar því að unnið hafi verið hratt að því máli og sömuleiðis Gjástykkismálinu til þess að ljúka þeim fyrir kosningar. „Þessi mál voru í eðlilegum stjórnsýslufarvegi og það væri fáránlegt að láta kosningu flýta þeim eða seinka," segir Jón. Hann telur að athugun á þessum málum muni leiða í ljós að þar hafi verið á ferðinni góð stjórnsýsla.
Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn Sjá meira