Hagstjórn í molum og spár út í hafsauga Heimir Már Pétursson skrifar 3. október 2007 18:45 Formaður Vinstri grænna segir hagstjórnina í molum og efnahagsspár út í hafsauga. Formaður Framsóknarflokksins segir að of langt hafi verið gengið í niðurskurði þorskheimilda og mótvægisaðgerðir stjórnvalda séu ómarkvissar. Tvennar utandagskrárumræður voru á Alþingi í dag. Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna sagði innlendar sem erlendar skýrslur sýna fram á mikla veikleika í efnahagsstjórninni. Steingrímur sagði það blasa við að hagstjórnin væri í molum og allar efnahagsspár úti í hafsauga. Vísaði Steingrímur til þess að spár um minnkandi viðskiptahalla rættust ekki og hefði hann verið um 25 prósent í fyrra, tvöfalt hærri en spáð hefði verið. Þá sagði hann stjórnvöld ekkert gera til á slá á þensluna og vísaði þar til áforma um miklar framkvæmdir í samgöngumálum, hjá háskólunum, byggingu húsa eins og tónlistarhúss og Landsspítala og stóriðjuáform, með tilheyrandi skuldasöfnun þjóðarbúsins í útlöndum. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði hallann á viðskiptum við útlönd að mestu ráðast af framkvæmdum einkaaðila, ekki ríkisins. Forsætisráðherra sagði að þingmaðurinn yrði að átta sig á því að það ríktu lög um frjálst flæði fjármagns á Íslandi og það væri ekki á stefnuskrá núverandi ríkisstjórnar að breyta því. Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins hóf umræðu um mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar, eftir niðurskurð á þorskheimildum, sem hann sagði að hefði verið allt of mikill og mótvægisaðgerðirnar fálmkenndar. Hann sagði að ekki hefði verið nægjanlega hugað að hagsmunum sveitarfélaganna, sjómanna og fiskverkafólks í mótvægisaðgerðunum. Forsætisráðherra sagðist ráða það af fréttatilkynningu frá Framsóknarflokknum að flokkurinn vildi fara gamaldags leiðir útdeilingar fjármuna úr sjóðum. Það hefði verið gert á árum áður með hörmulegum árangri. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira
Formaður Vinstri grænna segir hagstjórnina í molum og efnahagsspár út í hafsauga. Formaður Framsóknarflokksins segir að of langt hafi verið gengið í niðurskurði þorskheimilda og mótvægisaðgerðir stjórnvalda séu ómarkvissar. Tvennar utandagskrárumræður voru á Alþingi í dag. Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna sagði innlendar sem erlendar skýrslur sýna fram á mikla veikleika í efnahagsstjórninni. Steingrímur sagði það blasa við að hagstjórnin væri í molum og allar efnahagsspár úti í hafsauga. Vísaði Steingrímur til þess að spár um minnkandi viðskiptahalla rættust ekki og hefði hann verið um 25 prósent í fyrra, tvöfalt hærri en spáð hefði verið. Þá sagði hann stjórnvöld ekkert gera til á slá á þensluna og vísaði þar til áforma um miklar framkvæmdir í samgöngumálum, hjá háskólunum, byggingu húsa eins og tónlistarhúss og Landsspítala og stóriðjuáform, með tilheyrandi skuldasöfnun þjóðarbúsins í útlöndum. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði hallann á viðskiptum við útlönd að mestu ráðast af framkvæmdum einkaaðila, ekki ríkisins. Forsætisráðherra sagði að þingmaðurinn yrði að átta sig á því að það ríktu lög um frjálst flæði fjármagns á Íslandi og það væri ekki á stefnuskrá núverandi ríkisstjórnar að breyta því. Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins hóf umræðu um mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar, eftir niðurskurð á þorskheimildum, sem hann sagði að hefði verið allt of mikill og mótvægisaðgerðirnar fálmkenndar. Hann sagði að ekki hefði verið nægjanlega hugað að hagsmunum sveitarfélaganna, sjómanna og fiskverkafólks í mótvægisaðgerðunum. Forsætisráðherra sagðist ráða það af fréttatilkynningu frá Framsóknarflokknum að flokkurinn vildi fara gamaldags leiðir útdeilingar fjármuna úr sjóðum. Það hefði verið gert á árum áður með hörmulegum árangri.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira