Innlent

Salmonella finnst í nagbeini

Salmonella getur verið hættuleg mönnum jafnt sem dýrum.
Salmonella getur verið hættuleg mönnum jafnt sem dýrum. MYND/Anton Brink

Salmonella greindist í nagbeini úr svínslegg sem var til sölu í gæludýrabúðinni Tokyo í Hafnarfirði. Salmonellan kom í ljós við reglubundið eftirlit Landbúnaðarstofnunar með gæludýrafóðri.

Í tilkyningunni segir að nagbeinin hafi verið innflutt og hefur um þriðjungur af síðustu sendingu þegar verið seldur. „Í samráði við innflytjanda hafa beinin nú verið tekin úr sölu og verður fargað. Salmonella typhimurium getur valdið sýkingum í dýrum og í fólki," segir í tilkynningunni.

Landbúnaðarstofnun hvetur gæludýraeigendur sem kunna að hafa undir höndum umrædd nagbein úr svínslegg til að skila þeim í verslunina Tokyo eða farga þeim með öruggum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×