Innlent

Samstarf við systurkirkjur gæti skaðast

Samstarf þjóðkirkjunnar við sumar systurkirkjur sínar gæti skaðast verði prestum hér á landi heimilt að staðfesta samvist samkynhneigðra. Þetta er álit verkefnisstjóra hjá Biskupsstofu.

Á kirkjuþingi, sem nú stendur yfir, verður á morgun eða á hinn tekin afstaða til tveggja tillagna sem báðar gera ráð fyrir að prestum verði leyft að staðfesta samvist samkynhneigðra. Ef önnur hvor tillagan verður samþykkt og lögum breytt, í samræmi við það sem boðað hefur verið í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, þá verður þjóðkirkjan fyrsta stóra kirkjan á Norðurlöndum til leyfa prestum að staðfesta samvist samkynhneigðra.

Ákvörðun þjóðkirkjunnar um að staðfesta samvisst samkynhneigðra getur haft talsverð áhrif á samskipti hennar við aðrar kirkjur að mati Steinunnar Arnþrúðar Björnsdóttur, sem er verkefnastjóri upplýsinga- og samkirkjumála hjá Biskupsstofu. Hún telur þó að hún muni ekki breyta miklu í samskipti við kirkjur á Norðurlöndunum þar sem þær eigi sjálfar í svipuðum umræðum en hins vegar gætu kirkju Eystrasaltslandanna íhugað alvarlega að draga úr samskiptum við þjóðkirkjuna. Steinunn segir að ákvörðunin geti sérstaklega haft áhrif á samskipti þjóðkirkjunnar við systurkirkjur sínar í Eþíópíu og Kenía.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×