Höfn í Bakkafjöru ekki einkarekin 23. október 2007 04:45 Fyrrverandi samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, fjarstýrir skipslíkani við prófanir á væntanlegri höfn í Bakkafjöru.Fréttablaðið/GVA „Þetta eru nýjar fréttir fyrir okkur," segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sem undrast að Siglingastofnun segi koma til greina að rekstur ferjuhafnar í Bakkafjöru verði í höndum einkaaðila. Í nýlegri auglýsingu útboðs vegna reksturs og eignarhalds á ferju milli Bakkafjöru og Eyja segir hugsanlegt að rekstur hafnar í Bakkafjöru verði innifalinn í útboðsverkefninu. „Hingað til hefur verkefnið verið kynnt þannig fyrir okkur að höfnin verði í meirihlutaeigu Vestmannaeyjabæjar og rekin í samstarfi Vestmannaeyjabæjar og Rangárþings eystra. Og við stefnum ótrauð á það," segir Elliði, sem kveður Eyjamenn þegar hafa gert athugasemd við auglýsinguna. „Ég held að menn séu reyndar bara að skoða þennan flöt og á ekki von á öðru en að menn verði við beiðni okkar um að höfnin verði í okkar rekstri. Þetta verður sérhannað ferjulægi fyrir Vestmannaeyjaferjuna og við erum það sveitarfélag í landinu sem hefur mesta og bestu reynslu af rekstri hafnar," segir Elliði og upplýsir að Vestmannaeyjabær vinni nú að stofnun sameiginlegs hafnarsjóðs með Rangárþingi eystra. Siglingastofnun heyrir undir samgönguráðuneytið. „Þetta virðist sprottið af misskilningi. Það myndi aldrei koma til að einkaaðili ætti höfnina heldur er verið að horfa til þess að rekstur mannvirkjanna við höfnina færi til þess aðila sem hefði með rekstur ferjunnar að gera," segir Róbert Marshall, aðstoðarmaður Kristjáns L. Möllers samgönguráðherra. Meðal mannvirkja sem ferjufyrirtækið myndi annast eru rampar fyrir bíla og aðstaða fyrir farþega að sögn Róberts. Gert er ráð fyrir að fyrirtækið myndi sjálft eiga ferjuna. „Hugmyndin er að nota sérþekkingu markaðarins á skiparekstri," segir Róbert, sem leggur áherslu á að í samningi um rekstur Vestmannaeyjaferjunnar verði ákvæði sem taki á hugsanlegum vanefndum af hálfu verktakans og sömuleiðis ákvæði sem taki til breyttra aðstæðna sem kunni að koma upp á þeim fimmtán árum sem útboðstíminn tekur til. gar@frettabladid.is Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
„Þetta eru nýjar fréttir fyrir okkur," segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sem undrast að Siglingastofnun segi koma til greina að rekstur ferjuhafnar í Bakkafjöru verði í höndum einkaaðila. Í nýlegri auglýsingu útboðs vegna reksturs og eignarhalds á ferju milli Bakkafjöru og Eyja segir hugsanlegt að rekstur hafnar í Bakkafjöru verði innifalinn í útboðsverkefninu. „Hingað til hefur verkefnið verið kynnt þannig fyrir okkur að höfnin verði í meirihlutaeigu Vestmannaeyjabæjar og rekin í samstarfi Vestmannaeyjabæjar og Rangárþings eystra. Og við stefnum ótrauð á það," segir Elliði, sem kveður Eyjamenn þegar hafa gert athugasemd við auglýsinguna. „Ég held að menn séu reyndar bara að skoða þennan flöt og á ekki von á öðru en að menn verði við beiðni okkar um að höfnin verði í okkar rekstri. Þetta verður sérhannað ferjulægi fyrir Vestmannaeyjaferjuna og við erum það sveitarfélag í landinu sem hefur mesta og bestu reynslu af rekstri hafnar," segir Elliði og upplýsir að Vestmannaeyjabær vinni nú að stofnun sameiginlegs hafnarsjóðs með Rangárþingi eystra. Siglingastofnun heyrir undir samgönguráðuneytið. „Þetta virðist sprottið af misskilningi. Það myndi aldrei koma til að einkaaðili ætti höfnina heldur er verið að horfa til þess að rekstur mannvirkjanna við höfnina færi til þess aðila sem hefði með rekstur ferjunnar að gera," segir Róbert Marshall, aðstoðarmaður Kristjáns L. Möllers samgönguráðherra. Meðal mannvirkja sem ferjufyrirtækið myndi annast eru rampar fyrir bíla og aðstaða fyrir farþega að sögn Róberts. Gert er ráð fyrir að fyrirtækið myndi sjálft eiga ferjuna. „Hugmyndin er að nota sérþekkingu markaðarins á skiparekstri," segir Róbert, sem leggur áherslu á að í samningi um rekstur Vestmannaeyjaferjunnar verði ákvæði sem taki á hugsanlegum vanefndum af hálfu verktakans og sömuleiðis ákvæði sem taki til breyttra aðstæðna sem kunni að koma upp á þeim fimmtán árum sem útboðstíminn tekur til. gar@frettabladid.is
Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira