Innlent

Þyrfti að fá uppreisn æru

Framkvæmdastjóri félagsins man ekki til þess að lögmaður hafi áður verið sviptur starfsréttindum sínum með dómi.
Framkvæmdastjóri félagsins man ekki til þess að lögmaður hafi áður verið sviptur starfsréttindum sínum með dómi. Fréttablaðið/Pjetur
Ekki er útilokað að Róbert Árni Hreiðarsson fái lögmannsréttindi sín aftur, með því að honum yrði veitt uppreisn æru.

Það mætti gera með forsetabréfi, eftir tillögu dómsmálaráðherra, eins og gert var í tilfelli Árna Johnsen alþingismanns.

Róbert var í vikunni sviptur starfsréttindum sínum vegna kynferðisbrota og vörslu barnakláms.

Ingimar Ingason, framkvæmdastjóri Lögmannafélagsins, segir það í fyrsta skipti sem hann viti til að slíkt sé gert með dómi, í það minnsta hefur það ekki gerst síðan 1999, þegar hann hóf störf.

Hins vegar gerist alltaf öðru hverju að ráðherra fellir starfsréttindi lögmanna niður, að fenginni tillögu Lögmannafélagsins. Það er þá yfirleitt vegna þess að lögmenn hafa ekki lagt fram tilskilin gögn, svo sem fjárvörsluyfirlýsingar eða fullnægjandi starfs-ábyrgðartryggingu. 

Þetta gerist nokkrum sinnum á ári, en lögmenn bregðast yfirleitt við og bæta úr sínum málum.

Í einu tilviki síðan árið 1999 hafi lögmaður þó verið dæmdur fyrir glæp og uppfyllti þar með ekki eitt skilyrði til lögmennsku; að lögmaður hafi óflekkað mannorð.

Félagið lagði því til við dómsmálaráðherra að lögmaðurinn yrði sviptur leyfi og varð ráðherra við því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×