Sýning á verkum Nínu 24. ágúst 2007 08:45 Nína Sæmundsdóttir Á laugardag verður opnuð sýning á verkum listakonunnar Nínu Sæmundson í Sögusetrinu á Hvolsvelli. Jónína Sæmundsdóttir eða Nína eins og hún kallaði sig, var fædd í Nikulásarhúsum í Fljótshlíð 1892. Nínu var aðeins 23 ára þegar hún fékk inni í Tekniske skole í Kaupmannahöfn 1915-16. Síðan fer hún í Konunglegu listaakademíuna þar sem hún er við nám til 1920. Nína veikist af berklum 1920 og átti við heilsuleysi að stríða um nokkurt skeið. Það stoppaði hana ekki í að fara til Rómar þar sem hún dvaldi í ár og lagði frekari grunn að myndlistarferli sínum. Henni bauðst að sýna í New York 1926, og eftir það var hún um kyrrt fyrir vestan, fyrst í New York og síðan í Hollywood. Þar bjó hún og starfaði í þrjá áratugi. Í Bandaríkjunum vann hún mörg opinber verkefni og öðlaðist vinsældir sem næmur og fágaður portrettlistamaður.Meðal opinberra verkefna hennar má nefna Afrekshug fyrir Waldorf Astoria hótelið í New York 1931, mynd af Prómeþeif í Los Angeles 1935 og minnisvarða um Leif Eiríksson 1936, einnig í Los Angeles. Af mannamyndum má nefna portrett af Hedy Lamarr, Peter Freuchen og Vilhjálmi Stefánssyni en hún var virtur portret-málari þar í borg. Nína hélt alltaf íslenskum ríkisborgararétti sínum. Síðustu árin tók hún nokkurn þátt í íslensku listalífi, m.a. með sýningum á höggmyndum og olíumálverkum. Hún lést 1965. Meðal verka Ninu á Íslandi eru Móðurást í Lækjargötu í Reykjavík. Maríumynd í Selfosskirkju, Rökkur á Sólheimum í Grímsnesi, Ung móðir við Hlíðarendakirkju í Fljótshlíð og Þorsteinn Erlingsson í Þorsteinslundi í Fljótshlíð og Njáll á Sögusetrinu. Árni Mathiesen opnar sýninguna kl. 14.00 og mun hún standa til 22. september. Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Á laugardag verður opnuð sýning á verkum listakonunnar Nínu Sæmundson í Sögusetrinu á Hvolsvelli. Jónína Sæmundsdóttir eða Nína eins og hún kallaði sig, var fædd í Nikulásarhúsum í Fljótshlíð 1892. Nínu var aðeins 23 ára þegar hún fékk inni í Tekniske skole í Kaupmannahöfn 1915-16. Síðan fer hún í Konunglegu listaakademíuna þar sem hún er við nám til 1920. Nína veikist af berklum 1920 og átti við heilsuleysi að stríða um nokkurt skeið. Það stoppaði hana ekki í að fara til Rómar þar sem hún dvaldi í ár og lagði frekari grunn að myndlistarferli sínum. Henni bauðst að sýna í New York 1926, og eftir það var hún um kyrrt fyrir vestan, fyrst í New York og síðan í Hollywood. Þar bjó hún og starfaði í þrjá áratugi. Í Bandaríkjunum vann hún mörg opinber verkefni og öðlaðist vinsældir sem næmur og fágaður portrettlistamaður.Meðal opinberra verkefna hennar má nefna Afrekshug fyrir Waldorf Astoria hótelið í New York 1931, mynd af Prómeþeif í Los Angeles 1935 og minnisvarða um Leif Eiríksson 1936, einnig í Los Angeles. Af mannamyndum má nefna portrett af Hedy Lamarr, Peter Freuchen og Vilhjálmi Stefánssyni en hún var virtur portret-málari þar í borg. Nína hélt alltaf íslenskum ríkisborgararétti sínum. Síðustu árin tók hún nokkurn þátt í íslensku listalífi, m.a. með sýningum á höggmyndum og olíumálverkum. Hún lést 1965. Meðal verka Ninu á Íslandi eru Móðurást í Lækjargötu í Reykjavík. Maríumynd í Selfosskirkju, Rökkur á Sólheimum í Grímsnesi, Ung móðir við Hlíðarendakirkju í Fljótshlíð og Þorsteinn Erlingsson í Þorsteinslundi í Fljótshlíð og Njáll á Sögusetrinu. Árni Mathiesen opnar sýninguna kl. 14.00 og mun hún standa til 22. september.
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira