Verk Kristjáns í Gallerí Fold á menningarnótt 15. ágúst 2007 04:00 Kristján Davíðsson varð níræður í sumar en sýning verka hans verður í Gallerí Fold á menningarnótt. Gallerí Fold opnar sali sína upp á gátt á menningarnótt: þrjár ólíkar sýningar verða á Rauðarárstígnum og að vanda verður dagskrá allan daginn og hið vinsæla happadrætti en vinningar þetta árið eru verk eftir tvo þeirra sem sýna: Kristján Davíðsson og Harald Bilson. Víðfeðmi menningarnætur í borginni færist þetta árið út á Granda og upp á Miklatún. Þrátt fyrir að Gallerí Fold hafi verið út úr hafa þúsundir manna komið í heimsókn á menningarnótt, þegið kaffisopa og litið á hvað er í boði. Stóru tíðindin eru þetta árið sýning á málverkum Kristjáns Davíðssonar úr safni Braga Guðlaugssonar dúklagningameistara, en hann er einn ötulasti safnari á landinu og á mikið safn verka eftir Kristján frá öllum tímum á afkastamiklum ferli meistarans. Verða á annan tug verka til sýnis úr safni Braga á menningarnótt. Þá verður sett upp stór sýning teikninga eftir Halldór Pétursson, hinn vinsæla og mikilvirka teiknara, og sýning með verkum Haralds Bilson. Gallerí Fold þjófstartar með sýningunni á verkum Kristjáns úr safni Braga vegna níræðisafmælis Kristjáns sem var fyrir skömmu. Í vændum er stórsýning í Listasafni Íslands með vali verka frá hans langa og fjölbreytta ferli. Hann hefur lifað lengst allra málara af sinni kynslóð og tekist á við fjölbreytileg stílbrigði innan abstraktsins. Hann var hallari undir ameríska skólann í því sem þar í landi er kallað abstrakt-expressjónismi. Hefur Listasafnið auglýst eftir verkum í einkaeign til sýningarhaldsins í haust, en fram til þess geta menn svalað áhuga sínum á list Kristjáns í úrvali verka hans úr eigu Braga Guðlaugssonar í Gallerí Fold. Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Gallerí Fold opnar sali sína upp á gátt á menningarnótt: þrjár ólíkar sýningar verða á Rauðarárstígnum og að vanda verður dagskrá allan daginn og hið vinsæla happadrætti en vinningar þetta árið eru verk eftir tvo þeirra sem sýna: Kristján Davíðsson og Harald Bilson. Víðfeðmi menningarnætur í borginni færist þetta árið út á Granda og upp á Miklatún. Þrátt fyrir að Gallerí Fold hafi verið út úr hafa þúsundir manna komið í heimsókn á menningarnótt, þegið kaffisopa og litið á hvað er í boði. Stóru tíðindin eru þetta árið sýning á málverkum Kristjáns Davíðssonar úr safni Braga Guðlaugssonar dúklagningameistara, en hann er einn ötulasti safnari á landinu og á mikið safn verka eftir Kristján frá öllum tímum á afkastamiklum ferli meistarans. Verða á annan tug verka til sýnis úr safni Braga á menningarnótt. Þá verður sett upp stór sýning teikninga eftir Halldór Pétursson, hinn vinsæla og mikilvirka teiknara, og sýning með verkum Haralds Bilson. Gallerí Fold þjófstartar með sýningunni á verkum Kristjáns úr safni Braga vegna níræðisafmælis Kristjáns sem var fyrir skömmu. Í vændum er stórsýning í Listasafni Íslands með vali verka frá hans langa og fjölbreytta ferli. Hann hefur lifað lengst allra málara af sinni kynslóð og tekist á við fjölbreytileg stílbrigði innan abstraktsins. Hann var hallari undir ameríska skólann í því sem þar í landi er kallað abstrakt-expressjónismi. Hefur Listasafnið auglýst eftir verkum í einkaeign til sýningarhaldsins í haust, en fram til þess geta menn svalað áhuga sínum á list Kristjáns í úrvali verka hans úr eigu Braga Guðlaugssonar í Gallerí Fold.
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira