Sótti áhrif í íslensk sjómannaklæði 27. júlí 2007 00:45 Hildigunnur Sigurðardóttir hefur búið í útlöndum í rúm sjö ár og útskrifaðist nýverið sem fatahönnuður í Englandi. Hún fékk mikið hrós fyrir lokalínu sína. Fréttablaðið/Hörður Hildigunnur Sigurðardóttir lauk nýverið við BA í fatahönnun í skóla í Bretlandi. Þar fékk hún hæstu einkunn fyrir lokalínu sína og fékk þann heiður að sýna á London Graduate Week ásamt útskriftarnemum úr öðrum skólum. „Skólinn heitir University College for the Creative Arts og listadeildin er staðsett í Rochester sem er um fjörutíu mínútum fyrir utan London. Ég flutti út fyrir sjö og hálfu ári síðan. Fyrst bjó ég í Brussel og kláraði þar grunnskóla og menntaskóla og þaðan fór ég beint til Englands," segir Hildigunnur sem var mjög ánægð með námið í Rochester.Áhrif frá sjómönnum„Fyrsta árið snýst að miklu leyti um að kynna okkur fyrir tískuheiminum. Við gerðum litlar línur, fórum í sníða- og saumatíma og þess háttar. Á öðru ári var verkefnavinnan lengri og um jólin sýndu allir einn alklæðnað auk þess sem við lærðum markaðsfræði og gerðum haust- og sumarlínur. Síðasta árið var svo algjörlega undir okkur komið, þá unnum við okkar heildarhugmynd og þróuðum lokalínuna okkar áfram," segir Hildigunnur.„Ég valdi að gera vetrarlínu og sótti áhrif í Ísland og íslensk sjómannaklæði frá nítjándu öld. Sniðin voru að sjálfsögðu frekar karlmannleg, stór og víð og ég tók þau og setti í kvenlegan stíl sem var mikil áskorun fyrir mig. Svo var haldin tískusýning þar sem þekkt fólk úr tískuheiminum sat í dómnefnd og var þar meðal annars hin fræga fyrirsæta Erin O'Connor. 27 af 72 nemendum fengu svo að sýna á London Graduate Fashion Week og ég var svo heppin að vera þar á meðal. Það var mikil upplifun og alveg rosalega gaman."Hinn frægi tískublaðamaður Hilary Alexander fjallaði um sýninguna í The Daily Telegraph og sagði meðal annars: „Hönnun Hildigunnar samanstóð af vestum úr fiskinetum, íslenskum lopapeysum, víðum vaðbuxum og jökkum úr fiskiroði í indælli línu sem er gerð fyrir sjóarastelpur."Náttúruleg efniAðspurð hvers vegna hún hafi valið fatahönnun segir hún: „Áhuginn byrjaði í níunda bekk og þá fór ég að búa til mín eigin föt og fór á teikninámskeið. Ég fékk allt í einu gríðarlegan áhuga á að skapa og vinna með efni og safnaði saman í möppu sem ég skilaði svo inn í skólann. Það var ekki svo erfitt að komast inn enda eru ráðamenn skólans mjög opnir fyrir að fá inn ólíkt fólk með mismunandi bakgrunn," segir Hildigunnur sem á sér nokkra uppáhaldshönnuði í bransanum.„Vivienne Westwood er í algjöru uppáhaldi. Hún skarar fram úr á þessu sviði, er alltaf með eitthvað nýtt spennandi án þess að tapa sínum stíl. Svo er ég mjög hrifin af Dries Van Noten og Martin Margiela." Hildigunnur á ekki í vandræðum með að lýsa stílnum sem einkennir eigin hönnun. „Hann er mest tengdur efnum og er eiginlega blanda af ýmis konar efnum. Ég er mjög hrifin af því að vinna með leður, mér líkar vel að nota náttúruleg efni og nýti mér þau á óvenjulegan hátt."Sýning í SjóminjasafninuÍslendingar fá tækifæri til að sjá hönnun Hildigunnar á Menningarnótt en hún heldur þá tvær sýningar klukkan fjögur og fimm í Sjóminjasafninu Grandagarði 8. „Allur minn tími fer í að undirbúa sýninguna núna og svo ætla ég að safna mér pening og reyna að komast inn í lífið hérna heima. Það væri gaman að fá vinnu hjá einhverjum hönnuði, prófa mig áfram og reyna að lokum að koma sjálf einhverju í framleiðslu. Svo langar mig svolítið í meira nám en það kemur bara í ljós," segir þessi ungi og upprennandi fatahönnuður sem eflaust á eftir að láta að sér kveða í hinum harða heimi tískunnar. Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Hildigunnur Sigurðardóttir lauk nýverið við BA í fatahönnun í skóla í Bretlandi. Þar fékk hún hæstu einkunn fyrir lokalínu sína og fékk þann heiður að sýna á London Graduate Week ásamt útskriftarnemum úr öðrum skólum. „Skólinn heitir University College for the Creative Arts og listadeildin er staðsett í Rochester sem er um fjörutíu mínútum fyrir utan London. Ég flutti út fyrir sjö og hálfu ári síðan. Fyrst bjó ég í Brussel og kláraði þar grunnskóla og menntaskóla og þaðan fór ég beint til Englands," segir Hildigunnur sem var mjög ánægð með námið í Rochester.Áhrif frá sjómönnum„Fyrsta árið snýst að miklu leyti um að kynna okkur fyrir tískuheiminum. Við gerðum litlar línur, fórum í sníða- og saumatíma og þess háttar. Á öðru ári var verkefnavinnan lengri og um jólin sýndu allir einn alklæðnað auk þess sem við lærðum markaðsfræði og gerðum haust- og sumarlínur. Síðasta árið var svo algjörlega undir okkur komið, þá unnum við okkar heildarhugmynd og þróuðum lokalínuna okkar áfram," segir Hildigunnur.„Ég valdi að gera vetrarlínu og sótti áhrif í Ísland og íslensk sjómannaklæði frá nítjándu öld. Sniðin voru að sjálfsögðu frekar karlmannleg, stór og víð og ég tók þau og setti í kvenlegan stíl sem var mikil áskorun fyrir mig. Svo var haldin tískusýning þar sem þekkt fólk úr tískuheiminum sat í dómnefnd og var þar meðal annars hin fræga fyrirsæta Erin O'Connor. 27 af 72 nemendum fengu svo að sýna á London Graduate Fashion Week og ég var svo heppin að vera þar á meðal. Það var mikil upplifun og alveg rosalega gaman."Hinn frægi tískublaðamaður Hilary Alexander fjallaði um sýninguna í The Daily Telegraph og sagði meðal annars: „Hönnun Hildigunnar samanstóð af vestum úr fiskinetum, íslenskum lopapeysum, víðum vaðbuxum og jökkum úr fiskiroði í indælli línu sem er gerð fyrir sjóarastelpur."Náttúruleg efniAðspurð hvers vegna hún hafi valið fatahönnun segir hún: „Áhuginn byrjaði í níunda bekk og þá fór ég að búa til mín eigin föt og fór á teikninámskeið. Ég fékk allt í einu gríðarlegan áhuga á að skapa og vinna með efni og safnaði saman í möppu sem ég skilaði svo inn í skólann. Það var ekki svo erfitt að komast inn enda eru ráðamenn skólans mjög opnir fyrir að fá inn ólíkt fólk með mismunandi bakgrunn," segir Hildigunnur sem á sér nokkra uppáhaldshönnuði í bransanum.„Vivienne Westwood er í algjöru uppáhaldi. Hún skarar fram úr á þessu sviði, er alltaf með eitthvað nýtt spennandi án þess að tapa sínum stíl. Svo er ég mjög hrifin af Dries Van Noten og Martin Margiela." Hildigunnur á ekki í vandræðum með að lýsa stílnum sem einkennir eigin hönnun. „Hann er mest tengdur efnum og er eiginlega blanda af ýmis konar efnum. Ég er mjög hrifin af því að vinna með leður, mér líkar vel að nota náttúruleg efni og nýti mér þau á óvenjulegan hátt."Sýning í SjóminjasafninuÍslendingar fá tækifæri til að sjá hönnun Hildigunnar á Menningarnótt en hún heldur þá tvær sýningar klukkan fjögur og fimm í Sjóminjasafninu Grandagarði 8. „Allur minn tími fer í að undirbúa sýninguna núna og svo ætla ég að safna mér pening og reyna að komast inn í lífið hérna heima. Það væri gaman að fá vinnu hjá einhverjum hönnuði, prófa mig áfram og reyna að lokum að koma sjálf einhverju í framleiðslu. Svo langar mig svolítið í meira nám en það kemur bara í ljós," segir þessi ungi og upprennandi fatahönnuður sem eflaust á eftir að láta að sér kveða í hinum harða heimi tískunnar.
Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira