Björgum Harry Potter 10. júlí 2007 06:00 Aðdáendur galdrastráksins hafa biðlað til Rowling að drepa ekki Potter eða í það minnsta vekja hann upp frá dauðum ef hann deyr. Í það minnsta ekki hætta að skrifa um ævintýri hans í Hogwarts. Í vikunni verður fimmta kvikmyndin um galdrastrákinn Harry Potter frumsýnd. Aðdáendur bókanna bíða hins vegar margir hverjir spenntari eftir sjöundu bókinni og vona heitt og innilega að Potter haldi lífi. Vefsíða Waterstone-netbókaverslunarinnar hefur sett af stað undirskriftalista og biðlar þar til J.K Rowling um að gefa galdraunglingnum grið. „Fyrst Bobby Ewing, Superman og Sherlock Holmes gátu allir risið upp frá dauðum þá getur hinn voldugi Potter gert slíkt hið sama. Það er að segja ef hann deyr,“ stendur á heimasíðu Waterstone. „Við viljum því með þessum undirskriftalista skora á Rowling að halda áfram að skrifa um ævintýri hans innan Hogwarts.“ Rowling hefur þegar lýst því yfir að hún hafi fellt tár við skriftir á sjöttu bókinni sem hefur verið gefið nafnið Harry Potter and the Deathly Hollows og gefið í skyn að annaðhvort Hermione, Ron eða Harry láti lífið. Samkvæmt vefsíðunni verða undirskriftirnar afhentar Bloomsbury-útgáfunni þegar einni milljón þátttakenda hefur verið náð. Daniel Radcliffe, sem leikur galdrastrákinn, hefur lýst því yfir að hann búist við því að hann eigi eftir að deyja. Og að hann verði jafnvel hálfsvekktur ef sú verður ekki raunin. Má þá reikna með að ófá tár renni niður kinnar ungra sem aldinna þegar slíkt verður fært upp á hvíta tjaldið að hætti kvikmyndanna. En á meðan Potter-aðdáendur bíða upp á von og óvon eftir sjöundu bókinni hafa þeir huggað sig við Harry Potter og Fönixregluna en hún hefur slegið í gegn hvarvetna. Myndin var nýlega frumsýnd í London að viðstöddum aðalleikurunum og fékk afbragðsgóða dóma en þar glímir Potter við sjálfan Voldemort sem snýr aftur. Myndin verður frumsýnd á miðvikudaginn hér á landi og má reikna með löngum biðröðum fyrir framan kvikmyndahús borgarinnar. Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Velti mér ekki upp úr vandamálum Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Í vikunni verður fimmta kvikmyndin um galdrastrákinn Harry Potter frumsýnd. Aðdáendur bókanna bíða hins vegar margir hverjir spenntari eftir sjöundu bókinni og vona heitt og innilega að Potter haldi lífi. Vefsíða Waterstone-netbókaverslunarinnar hefur sett af stað undirskriftalista og biðlar þar til J.K Rowling um að gefa galdraunglingnum grið. „Fyrst Bobby Ewing, Superman og Sherlock Holmes gátu allir risið upp frá dauðum þá getur hinn voldugi Potter gert slíkt hið sama. Það er að segja ef hann deyr,“ stendur á heimasíðu Waterstone. „Við viljum því með þessum undirskriftalista skora á Rowling að halda áfram að skrifa um ævintýri hans innan Hogwarts.“ Rowling hefur þegar lýst því yfir að hún hafi fellt tár við skriftir á sjöttu bókinni sem hefur verið gefið nafnið Harry Potter and the Deathly Hollows og gefið í skyn að annaðhvort Hermione, Ron eða Harry láti lífið. Samkvæmt vefsíðunni verða undirskriftirnar afhentar Bloomsbury-útgáfunni þegar einni milljón þátttakenda hefur verið náð. Daniel Radcliffe, sem leikur galdrastrákinn, hefur lýst því yfir að hann búist við því að hann eigi eftir að deyja. Og að hann verði jafnvel hálfsvekktur ef sú verður ekki raunin. Má þá reikna með að ófá tár renni niður kinnar ungra sem aldinna þegar slíkt verður fært upp á hvíta tjaldið að hætti kvikmyndanna. En á meðan Potter-aðdáendur bíða upp á von og óvon eftir sjöundu bókinni hafa þeir huggað sig við Harry Potter og Fönixregluna en hún hefur slegið í gegn hvarvetna. Myndin var nýlega frumsýnd í London að viðstöddum aðalleikurunum og fékk afbragðsgóða dóma en þar glímir Potter við sjálfan Voldemort sem snýr aftur. Myndin verður frumsýnd á miðvikudaginn hér á landi og má reikna með löngum biðröðum fyrir framan kvikmyndahús borgarinnar.
Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Velti mér ekki upp úr vandamálum Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira