Sýn leigjendanna 2. júlí 2007 00:15 Anne Katrhin Greiner Úr seríunni WA, mynd án titils. Mynd/Anne Katrhin Greiner Samsýningin „Leigjendurnir“ var opnuð í húsakynnum SÍM á Seljavegi 32 á dögunum. Þar sýna fimm erlendir gestalistamenn verk sín sem eru í vinnslu á vinnustofum þeirra. Þýski myndlistarmaðurinn Anne Kathrin Greiner kannar hversdagslega staði og rými sem flestir leiða hjá sér. Þeir vekja eigi að síður upp persónulegar og sameiginlegar minningar og hvetja þannig til upprifjunar fortíðarinnar og tengingu hennar við nútímann. Þess utan fæst hún í verkum sínum við einstaklingsbundið samband manna við umhverfi sitt, áhrif þess, sögu og þýðingu. Hún sýnir ljósmyndaröðina WA sem hún gerði þegar hún var gestalistamaður í Listaháskólanum í Kyoto en þar kannaði hún hvernig íbúar borgarinnar þrífast saman og áhrif þeirra á umhverfi sitt. Celeste Roberge er hér í sinni þriðju heimsókn en áhugi hennar á norðlægum slóðum hefur leitt hana víða. Í verkum sínum leitast hún við að skapa húmoríska en jafnframt grafalvarlega tenginu milli jarðfræðilegs tíma og stundlegs tíma mannsins. Roberge er prófessor í skúlptúradeild Florida-háskóla og sýnir nú teikningar af næstu skúlptúrum sínum. Lesley Davy vinnur með ólíkar birtingarmyndir „landslags“ í verkum sínum þar sem ólíkum sjónarhornum er beitt með mismunandi tækni. Útkoman eru verk unnin með blandaðri tækni, svo sem ljósmyndum, skúlptúrum og myndvörpun. Upphaflega lagði hún áherslu á kennileiti í landslagi, hvort heldur náttúruleg eða manngerð en í seinni tíð hefur hún einnig fengist við teikningar unnar með ljósi, hljóði eða vindorku. Á sýningunni er verkið „Urban Scan“ en þar eru myndverk af manngerðum rispum eða ágangi sem stækkaðar voru upp og límdar á gólfflöt og gríðarmiklu myndverki sem varpað var á vegg byggingar sem einnig sýndi „sár“ í manngerðu landslagi sem listamaðurinn hafði fangað með sérstakri myndavél. Litháíska listakonan Inga Draguzyte fæst við prentlist af ýmsu tagi og blandar henni saman við aðrar efnisgerðir og aðferðir. Í verkum sínum er áherslan síður á bein náttúruform eða jarðfræðileg heldur reynir hún að endurskapa kraft þeirra með eigin hendi. Draguzyte hefur heimsótt Ísland einu sinni áður og setti landslagið hér þá töluvert mark á verkefni hennar „Landslag á ferð“ og fann hún sig knúna til að snúa aftur. Málarinn Sharyn Finnegan frá Bandaríkjunum er heilluð af sjónum og fjöllunum og ferðast hingað í annað sinn. Sökum þess hversu veðrabreytingar hér á landi eru örar hefur hún nú tekið upp kol í stað pensilsins til að reyna að fanga stemningu í íslensku landslagi. Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Samsýningin „Leigjendurnir“ var opnuð í húsakynnum SÍM á Seljavegi 32 á dögunum. Þar sýna fimm erlendir gestalistamenn verk sín sem eru í vinnslu á vinnustofum þeirra. Þýski myndlistarmaðurinn Anne Kathrin Greiner kannar hversdagslega staði og rými sem flestir leiða hjá sér. Þeir vekja eigi að síður upp persónulegar og sameiginlegar minningar og hvetja þannig til upprifjunar fortíðarinnar og tengingu hennar við nútímann. Þess utan fæst hún í verkum sínum við einstaklingsbundið samband manna við umhverfi sitt, áhrif þess, sögu og þýðingu. Hún sýnir ljósmyndaröðina WA sem hún gerði þegar hún var gestalistamaður í Listaháskólanum í Kyoto en þar kannaði hún hvernig íbúar borgarinnar þrífast saman og áhrif þeirra á umhverfi sitt. Celeste Roberge er hér í sinni þriðju heimsókn en áhugi hennar á norðlægum slóðum hefur leitt hana víða. Í verkum sínum leitast hún við að skapa húmoríska en jafnframt grafalvarlega tenginu milli jarðfræðilegs tíma og stundlegs tíma mannsins. Roberge er prófessor í skúlptúradeild Florida-háskóla og sýnir nú teikningar af næstu skúlptúrum sínum. Lesley Davy vinnur með ólíkar birtingarmyndir „landslags“ í verkum sínum þar sem ólíkum sjónarhornum er beitt með mismunandi tækni. Útkoman eru verk unnin með blandaðri tækni, svo sem ljósmyndum, skúlptúrum og myndvörpun. Upphaflega lagði hún áherslu á kennileiti í landslagi, hvort heldur náttúruleg eða manngerð en í seinni tíð hefur hún einnig fengist við teikningar unnar með ljósi, hljóði eða vindorku. Á sýningunni er verkið „Urban Scan“ en þar eru myndverk af manngerðum rispum eða ágangi sem stækkaðar voru upp og límdar á gólfflöt og gríðarmiklu myndverki sem varpað var á vegg byggingar sem einnig sýndi „sár“ í manngerðu landslagi sem listamaðurinn hafði fangað með sérstakri myndavél. Litháíska listakonan Inga Draguzyte fæst við prentlist af ýmsu tagi og blandar henni saman við aðrar efnisgerðir og aðferðir. Í verkum sínum er áherslan síður á bein náttúruform eða jarðfræðileg heldur reynir hún að endurskapa kraft þeirra með eigin hendi. Draguzyte hefur heimsótt Ísland einu sinni áður og setti landslagið hér þá töluvert mark á verkefni hennar „Landslag á ferð“ og fann hún sig knúna til að snúa aftur. Málarinn Sharyn Finnegan frá Bandaríkjunum er heilluð af sjónum og fjöllunum og ferðast hingað í annað sinn. Sökum þess hversu veðrabreytingar hér á landi eru örar hefur hún nú tekið upp kol í stað pensilsins til að reyna að fanga stemningu í íslensku landslagi.
Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira