Niðurstaða í álverskosningu hljóti að vera umhugsunarverð fyrir fjárfesta 2. apríl 2007 16:02 MYND/GVA Samtök atvinnulífsins segja að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í Hafnarfirði hljóti að verða umhugsunarefni öllum þeim sem hafi í hyggju að efna til uppbyggingar nýs reksturs eða umfangsmikillar stækkunar á núverandi rekstri hér á landi og segir að það verði að vera ljóst hvernig sveitarfélög hyggist fjalla um mál áður en lagðir eru tugir eða hundruð milljóna í undirbúning verkefna.Í frétt á heimasíðu samtakanna er bent á að stækkun álvers Alcan hafi verið í undirbúningi í mörg ár og hún hafi farið í gegnum ýmis ferli innan stjórnsýslunnar ásamt því sem Hafnarfjarðarbær hafi selt Alcan lóð undir stækkunina. Eftir margra ára undirbúnings- og hönnunarvinnu hafi þessu öllu verið kippt til baka með ákvörðun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um íbúakosningu.Samtök atvinnulífsins segja enn fremur að það sé atvinnulífinu afar mikilvægt að allar leikreglur sem um það gilda séu einfaldar, skýrar og gegnsæjar. Forsenda uppbyggingar og framþróunar sé stöðugleiki í efnahagslífi og stjórnarfari þannig að ekki sé breytt um leikreglur á miðri leið. Eins og málum sé nú háttað séu það sveitarstjórnir sem gefi út framkvæmdaleyfi að uppfylltum skilyrðum um umhverfismat og ef það eigi að verða viðtekin venja að afstaða þeirra breytist að loknum kosningum geti það haft áhrif á undirbúning einstakra verkefna.Benda samtökin á að trúverðugleiki og traust séu lykilþættir í samskiptum við fjárfesta. Bregðist það verði erfitt að sækja fram að nýju og hætt sé við því að eftir þessa niðurstöðu úr stækkunarferli álversins í Straumsvík teljist Ísland ekki jafn áhugaverður kostur fyrir erlendar fjárfestingar og áður. Álverskosningar Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Segir Heimildina stunda „rætna herferð“ gegn ferðaþjónustunni Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði Aðstoðaði mann sem festi tvo bíla á hálendinu Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Sjá meira
Samtök atvinnulífsins segja að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í Hafnarfirði hljóti að verða umhugsunarefni öllum þeim sem hafi í hyggju að efna til uppbyggingar nýs reksturs eða umfangsmikillar stækkunar á núverandi rekstri hér á landi og segir að það verði að vera ljóst hvernig sveitarfélög hyggist fjalla um mál áður en lagðir eru tugir eða hundruð milljóna í undirbúning verkefna.Í frétt á heimasíðu samtakanna er bent á að stækkun álvers Alcan hafi verið í undirbúningi í mörg ár og hún hafi farið í gegnum ýmis ferli innan stjórnsýslunnar ásamt því sem Hafnarfjarðarbær hafi selt Alcan lóð undir stækkunina. Eftir margra ára undirbúnings- og hönnunarvinnu hafi þessu öllu verið kippt til baka með ákvörðun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um íbúakosningu.Samtök atvinnulífsins segja enn fremur að það sé atvinnulífinu afar mikilvægt að allar leikreglur sem um það gilda séu einfaldar, skýrar og gegnsæjar. Forsenda uppbyggingar og framþróunar sé stöðugleiki í efnahagslífi og stjórnarfari þannig að ekki sé breytt um leikreglur á miðri leið. Eins og málum sé nú háttað séu það sveitarstjórnir sem gefi út framkvæmdaleyfi að uppfylltum skilyrðum um umhverfismat og ef það eigi að verða viðtekin venja að afstaða þeirra breytist að loknum kosningum geti það haft áhrif á undirbúning einstakra verkefna.Benda samtökin á að trúverðugleiki og traust séu lykilþættir í samskiptum við fjárfesta. Bregðist það verði erfitt að sækja fram að nýju og hætt sé við því að eftir þessa niðurstöðu úr stækkunarferli álversins í Straumsvík teljist Ísland ekki jafn áhugaverður kostur fyrir erlendar fjárfestingar og áður.
Álverskosningar Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Segir Heimildina stunda „rætna herferð“ gegn ferðaþjónustunni Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði Aðstoðaði mann sem festi tvo bíla á hálendinu Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Sjá meira