Listatengsl 9. júní 2007 13:00 Fjallar um tengls Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara við Cobra-hreyfinguna. Birgitta Spur, safnstjóri Listasafns Sigurjóns Ólafssonar, verður með leiðsögn á morgun um sýninguna Cobra Reykjavík sem nú stendur yfir í Listasafni Íslands. Birgitta fjallar um tengsl Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara við nokkra listamenn Cobra-hreyfingarinnar. Í spjalli sínu mun hún fjalla um þá hugmyndafræði sem listamenn Cobra-hreyfingarinnar byggðu á og sérstöðu Sigurjóns Ólafssonar hvað varðar efnislega nálgun. Einnig mun hún varpa ljósi á þær hræringar sem áttu sér stað í myndlistinni á fjórða áratugnum í Danmörku, þátt listhópanna Linien, Helhesten og Høst sýningarhópsins. Ræðir hún einnig um þátt súrrealistanna eða hvernig ný lífeðlisfræðileg vitneskja um manninn og sálarlíf hans opnaði fyrir frjálsa tjáningu tilfinninga og kennda mannsins sem um leið veitti áhorfandanum nýtt frelsi til upplifunar og túlkunar. Verk einstaka listamanna verða jafnframt skoðuð út frá tengslum þeirra við Ísland. Sýningin Cobra Reykjavík er framlag Listasafns Íslands til Listahátíðar Reykjavíkur og stendur hún til 8. júlí í sumar. Sýningarstjóri er Per Hovdenakk, fyrrverandi safnstjóri Heine Onstad-listasafnsins í Osló. Dagskrá þessi hefst kl. 14 á morgun en aðgangur að safninu er ókeypis. Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Birgitta Spur, safnstjóri Listasafns Sigurjóns Ólafssonar, verður með leiðsögn á morgun um sýninguna Cobra Reykjavík sem nú stendur yfir í Listasafni Íslands. Birgitta fjallar um tengsl Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara við nokkra listamenn Cobra-hreyfingarinnar. Í spjalli sínu mun hún fjalla um þá hugmyndafræði sem listamenn Cobra-hreyfingarinnar byggðu á og sérstöðu Sigurjóns Ólafssonar hvað varðar efnislega nálgun. Einnig mun hún varpa ljósi á þær hræringar sem áttu sér stað í myndlistinni á fjórða áratugnum í Danmörku, þátt listhópanna Linien, Helhesten og Høst sýningarhópsins. Ræðir hún einnig um þátt súrrealistanna eða hvernig ný lífeðlisfræðileg vitneskja um manninn og sálarlíf hans opnaði fyrir frjálsa tjáningu tilfinninga og kennda mannsins sem um leið veitti áhorfandanum nýtt frelsi til upplifunar og túlkunar. Verk einstaka listamanna verða jafnframt skoðuð út frá tengslum þeirra við Ísland. Sýningin Cobra Reykjavík er framlag Listasafns Íslands til Listahátíðar Reykjavíkur og stendur hún til 8. júlí í sumar. Sýningarstjóri er Per Hovdenakk, fyrrverandi safnstjóri Heine Onstad-listasafnsins í Osló. Dagskrá þessi hefst kl. 14 á morgun en aðgangur að safninu er ókeypis.
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira