Innlent

Átta oddvitar geta ekki kosið sjálfa sig

Jón Sigurðson
Jón Sigurðson

Í kosningunum eru fjölmargir frambjóðendur í þeirri stöðu að geta ekki kosið sjálfa sig. Það gerist þar sem þeir hafa ekki lögheimili í kjördæminu sem þeir bjóða sig fram í.

Sé litið til fimm efstu sæta allra 36 listanna sem boðnir eru fram kemur í ljós að 40 af 180 frambjóðenda eru í þessari stöðu.

Og sé litið til oddvita listanna má sjá að átta af 36 hafa lögheimili í öðru kjördæmi.

 

Magnús Þór Hafsteinsson

Þetta á við um þrjá frambjóðendur Íslands­hreyfingarinnar; þau Ástu Þorleifsdóttur, sem er í framboði í Suðurkjördæmi en býr í Reykjavík, og Ómar Ragnarsson og Margréti Sverrisdóttur, sem eru bæði í framboði í Reykjavík suður en búa í Reykjavík norður.

 

Katrín Jakobsdóttir

Þetta á einnig við um hin Vinstri grænu Atla Gíslason, sem er í framboði í Suðurkjördæmi en býr í Reykjavík, Ögmund Jónasson, sem er í framboði í Suðvesturkjördæmi en býr í Reykjavík og Katrínu Jakobsdóttur, sem býr í Reykjavík suður en er í framboði í Reykjavík norður.

Ómar Ragnarsson

Sömu sögu er að segja af Magnúsi Þór Hafsteinssyni, Frjálslynda flokknum, sem býr á Akranesi en er í framboði í Suðurkjördæmi, og Jóni Sigurðssyni, Framsóknarflokki, sem er í framboði í Reykjavík norður en býr í Kópavogi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×