Innlent

Sjálfstæðismenn fá fimm í suðri

Sjálfstæðisflokkurinn fengi fimm kjördæmakjörna þingmenn í Suðurkjördæmi, 40,9 prósent atkvæða, ef gengið væri til kosninga nú.

Þetta er meðal er niðurstaðna könnunar sem Capacent Gallup vann fyrir Sjónvarpið og Morgunblaðið dagana 15. til 19. apríl.

Samfylking fengi 24 prósent atkvæða og tvo kjördæmakjörna þingmenn en hefur fjóra nú.

Framsóknarflokkur fengi 14,2 prósent atkvæða og einn mann kjörinn, Vinstrihreyfingin - grænt framboð fengi einnig einn mann kjörinn með 13,7 prósentum atkvæða. Frjálslyndi flokkurinn fengi 4,8 prósent atkvæða og næði ekki manni inn. Íslandshreyfingin fengi 2,2 prósent og Baráttusamtökin fengju 0,3 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×