Dansa við lifandi tónlist 31. mars 2007 09:30 Íslensku nemendurnir eru sammála um að samstarfsverkefnið sé til eftirbreytni og frábært tækifæri. MYND/Rósa Fjórir nemendur Listdansskóla Íslands halda til Turku í Finnlandi í byrjun apríl. Þar munu þeir sýna verk eftir Elli Laukkanen, sem hefur verið gestakennari við skólann frá því í janúar. „Það hefur verið samstarf á milli Listdansskólans og skólans í Turku í nokkur ár," sagði Lauren Hauser, skólastjóri Listdansskóla Íslands. Kennaraskiptin eru liður í því, og hélt Lauren sjálf til Turku í mánuðinum til að kenna. Henni finnst skiptin afar mikilvæg. „Þau eru mikilvæg upp á fjölbreytni og nýjungar. Eins er mikilvægt fyrir okkar kennara að fá að fara út," sagði hún. Í verkinu dansa íslensku nemendurnir Ólöf Gunnarsdóttir, Halla Þórðardóttir, Hjördís Gestsdóttir og Hildur Ólafsdóttir. Diina Bukareva, skiptinemandi frá Finnlandi, er einnig í hópnum. Ólöf sagði hópinn vera mjög ánægðan með verkefnið. „Við fáum oft gestakennara uppi í Listdansskóla, sem koma frá útlöndum og eru kannski í viku. En við höfum aldrei unnið svona verkefni áður. Okkur finnst þetta rosalega skemmtilegt og frábært tækifæri til þess að sýna hvað maður getur," sagði hún. Stúlkurnar eru allar að klára þriðja ár í menntaskóla og stefna á útskrift næsta vor. Hópurinn heldur utan 9. apríl, en sýningin er áformuð þann sautjánda. „Við sýnum við lifandi tónlist. Hljómsveitin sem spilar undir er öll í Finnlandi, svo við höfum ekkert æft með henni. Þess vegna þurfum við að mæta svona tímanlega," útskýrði Ólöf. Stúlkurnar hafa ekki dansað við lifandi tónlist áður. „Það verður spennandi að vita hvernig það verður. Tónlistin er þá aldrei eins," sagði Ólöf. Um hljóðfæraleik sjá nemendur í samstarfsskólanum í Turku. Listdansskólinn kannar nú möguleika á því að verkið verði sýnt hér á landi í haust. „Þá myndum við vilja fá tónlistarnemendur í LHÍ til að flytja tónlistina," sagði Lauren Hauser. Ólöf er jafnframt spennt fyrir hugmyndinni. „Okkur langar rosalega að sýna hér líka. Þetta er mjög stórt verkefni og við erum búnar að æfa þetta lengi. Að dansa það einu sinni er kannski svolítil synd," sagði hún. Hópurinn heldur utan 9. apríl, en sýningin er áformuð þann sautjánda. „Við sýnum við lifandi tónlist. Hljómsveitin sem spilar undir er öll í Finnlandi, svo við höfum ekkert æft með henni. Þess vegna þurfum við að mæta svona tímanlega," útskýrði Ólöf. Stúlkurnar hafa ekki dansað við lifandi tónlist áður. „Það verður spennandi að vita hvernig það verður. Tónlistin er þá aldrei eins," sagði Ólöf. Um hljóðfæraleik sjá nemendur í samstarfsskólanum í Turku. Listdansskólinn kannar nú möguleika á því að verkið verði sýnt hér á landi í haust. „Þá myndum við vilja fá tónlistarnemendur í LHÍ til að flytja tónlistina," sagði Lauren Hauser. Ólöf er jafnframt spennt fyrir hugmyndinni. „Okkur langar rosalega að sýna hér líka. Þetta er mjög stórt verkefni og við erum búnar að æfa þetta lengi. Að dansa það einu sinni er kannski svolítil synd," sagði hún. Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Fjórir nemendur Listdansskóla Íslands halda til Turku í Finnlandi í byrjun apríl. Þar munu þeir sýna verk eftir Elli Laukkanen, sem hefur verið gestakennari við skólann frá því í janúar. „Það hefur verið samstarf á milli Listdansskólans og skólans í Turku í nokkur ár," sagði Lauren Hauser, skólastjóri Listdansskóla Íslands. Kennaraskiptin eru liður í því, og hélt Lauren sjálf til Turku í mánuðinum til að kenna. Henni finnst skiptin afar mikilvæg. „Þau eru mikilvæg upp á fjölbreytni og nýjungar. Eins er mikilvægt fyrir okkar kennara að fá að fara út," sagði hún. Í verkinu dansa íslensku nemendurnir Ólöf Gunnarsdóttir, Halla Þórðardóttir, Hjördís Gestsdóttir og Hildur Ólafsdóttir. Diina Bukareva, skiptinemandi frá Finnlandi, er einnig í hópnum. Ólöf sagði hópinn vera mjög ánægðan með verkefnið. „Við fáum oft gestakennara uppi í Listdansskóla, sem koma frá útlöndum og eru kannski í viku. En við höfum aldrei unnið svona verkefni áður. Okkur finnst þetta rosalega skemmtilegt og frábært tækifæri til þess að sýna hvað maður getur," sagði hún. Stúlkurnar eru allar að klára þriðja ár í menntaskóla og stefna á útskrift næsta vor. Hópurinn heldur utan 9. apríl, en sýningin er áformuð þann sautjánda. „Við sýnum við lifandi tónlist. Hljómsveitin sem spilar undir er öll í Finnlandi, svo við höfum ekkert æft með henni. Þess vegna þurfum við að mæta svona tímanlega," útskýrði Ólöf. Stúlkurnar hafa ekki dansað við lifandi tónlist áður. „Það verður spennandi að vita hvernig það verður. Tónlistin er þá aldrei eins," sagði Ólöf. Um hljóðfæraleik sjá nemendur í samstarfsskólanum í Turku. Listdansskólinn kannar nú möguleika á því að verkið verði sýnt hér á landi í haust. „Þá myndum við vilja fá tónlistarnemendur í LHÍ til að flytja tónlistina," sagði Lauren Hauser. Ólöf er jafnframt spennt fyrir hugmyndinni. „Okkur langar rosalega að sýna hér líka. Þetta er mjög stórt verkefni og við erum búnar að æfa þetta lengi. Að dansa það einu sinni er kannski svolítil synd," sagði hún. Hópurinn heldur utan 9. apríl, en sýningin er áformuð þann sautjánda. „Við sýnum við lifandi tónlist. Hljómsveitin sem spilar undir er öll í Finnlandi, svo við höfum ekkert æft með henni. Þess vegna þurfum við að mæta svona tímanlega," útskýrði Ólöf. Stúlkurnar hafa ekki dansað við lifandi tónlist áður. „Það verður spennandi að vita hvernig það verður. Tónlistin er þá aldrei eins," sagði Ólöf. Um hljóðfæraleik sjá nemendur í samstarfsskólanum í Turku. Listdansskólinn kannar nú möguleika á því að verkið verði sýnt hér á landi í haust. „Þá myndum við vilja fá tónlistarnemendur í LHÍ til að flytja tónlistina," sagði Lauren Hauser. Ólöf er jafnframt spennt fyrir hugmyndinni. „Okkur langar rosalega að sýna hér líka. Þetta er mjög stórt verkefni og við erum búnar að æfa þetta lengi. Að dansa það einu sinni er kannski svolítil synd," sagði hún.
Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira