Lífið

Hreinsar sparigalla

Anna Helen í Efnalauginni Kötlu kveðst oft þurfa að pressa nýkeypt fermingarföt.
Anna Helen í Efnalauginni Kötlu kveðst oft þurfa að pressa nýkeypt fermingarföt. MYND/GVA

Eitt af því sem þarf að vera í lagi fyrir ferminguna er sparifatnaður fjölskyldunnar. Það er ekki nóg að fermingarbarnið sé fínt í tauinu, foreldrar þess, systkini og aðrir nákomnir fara líka í sitt fínasta púss og þeir sem ekki splæsa á sig nýjum skrúða fyrir athöfnina láta gjarnan hreinsa og pressa sparigallann.

Anna Helen Sveinbjörnsdóttir, sem rekur Efnalaugina Kötlu á Laugarásvegi 1, segir jafnan mikið að gera á þessum tíma árs. „Við vitum auðvitað ekki nærri alltaf af hvaða tilefni viðskiptavinirnir koma með föt til okkar í hreinsun en sumir láta þess getið ef eitthvað stendur til, meðal annars þegar ferming er í fjölskyldunni. Svo þarf líka oft að strauja og pressa nýkeypt fermingarföt og við fáum þau inn á borð til okkar.“

Anna Helen er spurð í lokin hvort hún lendi stundum í að afgreiða fatnað á elleftu stundu fyrir fermingu en hún gerir ekkert úr því. „Flestir eru tímanlega í því að huga að þessum hlutum en ef einhver vandamál koma upp þá bara leysum við þau.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×